Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 122
122
NORÐURLJÓSIÐ
fyrstu mánuði vetrar árið 1967, munu liðin 60 ár, síðan ég hóf
aS lesa biblíuna. A þessum tíma hefi ég fengið að reyna Krist
sem dýrlegan frelsara og hiblíuna sem dásamlega bók, sem áreið-
anleg er í öllum greinum. Ljós hennar yfir líf og dauða er ekkert
villuljós.
Hér skal segja frá, hvernig trúboðinn D. L. Moody dó. Snemma
um morguninn þann dag, sem hann veik úr þessum heimi, sat
elzti sonur hans við rúm hans. Hann heyrði föður sinn tala lágt
og hallaði sér yfir hann og heyrði hann segja: „Jörðin er að
hverfa; himininn er að opnast; GuS er að kalla.“ „Þig er að
dreynla, pabbi,“ sagði sonur hans. „Nei, Will, þetta er enginn
draumur. Ég hefi verið inni í hliðinu. Ég hefi séð andlit barn-
anna . ..“ Seinna um daginn heyrðu menn hann segja: „Guð er
að kalla. Þetta er krýningardagur minn. Ég hefi lengi verið að
hlakka til hans.“
Hve andstæð voru ævilok Fox-systranna og Moodys.
Það er sannleikur: andatrú og sönn kristin trú eru andstæður.
Biblíuleg kristni og andatrú geta aldrei orðið annað en ósættan-
legar andstæður. Sœmundur G. Jóhannesson.
(Áður birt í „Deg.i“ 12/1 ’66. Lítið eitt aukið hér).
----1———x—t—.—■—
ÞITT ORÐ ER SANNLEIKUR
Prédikarinn D. L. Moody var eitt sinn staddur í borg í Suöur-
ríkjum Bandaríkjanna, Hann var þar að halda ræðu um, hvaða
gildj Guðs orð hefir fyrir manninn á ævi hans. Altl í einu var
gripið fram í fyrir honum með hárri röddu frá einum áheyr-
anda.
„Hr. Moody, ég trúi ekki einu orði í þessu safni gamalla kerl-
inga ævintýra, sem.þú kallar biblíuna þína.“
„Kæri maöur minn,“ svaraði Moody. „Það er eitt vers í biblí-
unni, sem þú ert neyddur til að trúa. ,Það, sem maður sáir, það
mun hann og uppskera/ Ef maður sáir hveiti, sker hann ekki
upp kartöflur eða baunahnetur. Tökum veitingamanninn til
dæmis. Hann sáir drykkjumönnum, og hann mun uppskera
drykkjumenn.“
Maðurinn settist niður um leið, og samkomugestir fögnuðu
ákaflega. Hr. Moody hafði auðvitað ekki hugmynd um, hver
maðurinn var. En áheyrendurnir þekktu hann. Hann var frægur,
gamall guðleysingi og veitingamaður. 011 börnin hans, bæði synir
og dætur, voru drykkjumenn og drykkjukonur.
(Þýtt úr „The Sword of the Lord.“)