Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 18
18
NORÐURLJÓStÐ
skiptamenn þeirra voru hættir að koma. Um það leyti var þeim
boðið að heimsækja trúboð, sem rekið er til að bjarga mönnum,
sem ofdrykkja eða alls konar lestir hafa sigrað og svipt öllu
sjálfstæði. Yfirlæknirinn og einhverjir fleiri þágu boðið. En
undrandi urðu þeir, þegar þeir sáu hvern manninn af öðrum
ganga upp á ræðupallinn og bera þar fram þann vitnisburð, að
þeir hefðu verið ofdrykkjumenn eða eiturlyfjaneytendur. Þeir
höfðu sjálfir reynt að hætta, en gátu það ekki. Þeir höfðu farið
í sjúkrahús. Allt, sem læknavísindin þekktu, hafði verið reynt,
en árangurslaust. Seinast af öllu höfðu þeir komið á þennan stað.
Þar hafði þeim verið sagðar þær góðu fréttir, að Jesús Kristur
bæði gœti bjargað þeim og vildi gera það. Þeir opnuðu hjörtu
sín fyrir honum. Þeir buðu honum inngöngu. Þeir báðu hann að
bjarga sér og frelsa sig. Þetta hafði hann gert. 011 löngun í
áfengi eða eiturlyf var horfin. Þeir voru orðnir nýir menn.
Læknarnir þekktu þessa menn. Þarna voru fyrrverandi fastir
viðskiptavinir þeirra, mennirnir, sem hættir voru að leita hjálpar
í sjúkrahúsi, af því að þeir höfðu fengið að reyna, að Kristur
er lifandi, nálægur, máttugur frelsari, fullríkur af kærleika og
mætti handa öllum þeim, sem í neyð sinni ákalla hann.
Kristur hefir nægan mátt til að frelsa þá og reisa á fætur, sem
freistingar lífsins hafa fellt og lagt að velli. Hann hefir líka nægan
mátt og vilja til að varðveita óspillt æskufólk, ef það vill lúta v.ilja
hans svipað og flugvélin lýtur flugstjóranum og lætur hann stýra
sér og stjórna. Mannlífinu er óhætt, þegar Kristur situr við stýrið.
En hver vill láta Krist stjórna sér? Hver vill leita hans og
máttar hans af öllu hjarta? Vilt þú það, háttvirti hlustandi?
-------------------------------x---------
Fargjald á rétfum tíma
Mér hafði verið boðið að halda nokkrar samkomur. Þegar
brottfarardagur minn kom, hafði ég ekki nóga peninga fyrir
fargjald. Frá þeim stað, þar sem ég var, að stöðinni voru tuttugu
menn, sem ég hefði getað fengið hjá allt, sem ég þurfti, ef ég
hefði minnzt á það. En ég var að læra að treysta Guði, og bæn
mín var sú, að Guð vildi sjá um fargjaldið á stöðinni sjálfr.i, ef
hann vildi, að ég færi til D. I trúartrausti tók ég saman farangur
n.inn og gekk til stöðvarinnar. Ég gekk inn í farmiða-afgreiðsl-
una og spurði, hvað fargjaldið væri til D. „Tveir dollarar,“ var
svarið; og um leið og orðin voru töluð, seildist maður yfir öxl
mér og lét tvo silfurdollara á afgreiðsluborðið fyrir framan mig.
C. C. G.