Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 62
62
NORÐURLJÓSIÐ
Molar frá borði meistarans
(Greinir handa lœrisveinum Krists.)
1. Hvernig byrjar vakning?
Vér lærum, að hún byrjar alls ekki hjá mannfjöidanum á göt-
unum, og jafnvel ekki heldur hjá fjölda hinna sannkristnu. Hún
byrjar ekki heldur hjá meiri hluta sannkristinna manna i söfn-
uðum eða samfélögum! Ekki heldur hjá minni hlutanum! Heldur
ekki hjá hinum fáu, að því er vér fáum séð! Vakning byrjar
venjulega hjá einum manni!
Þarna uppi, á einhverri fjarlægri hæð, finnst einn — svo
margsinnis einn — af arnarkyni kristinna manna, — sem nú er
nálega útdautt — kyni fyrirbœnarmanna. Hann er aleinn með
Guð, sárbiðjandi, byrði hvílir á honum, hann biður fyrir öðrum.
Þarna er hann, vakir og bíður frammi fyrir Guði stundum
saman, biður fyrir þurfandi söfnuði og glötuðum heimi. Þarna
krýpur hann niður, líkt og Jesús í garðinum, hlaðinn þunga bæna
sjálfs Andans. Byrði hans er hrein, óiilönduð sérflokkastefnu,
deiium, ruglingi, sýndarmennsku, útbreiðslu-áróðri kirkjunnar,
vélrænni þjónustu. Þar skyggir ekkert á sýn hans á lifanda Guði
né skýran skilning hans á óbreytanlegum fyrirheitum Guðs.
Þarna, með þeirri bæn, sem færir hann svo nálægt Guði sem
auðið er, þarna, í byrðumhlöðnu hjarta hans, er fæðingarstaður
,,vakningarinnar.“ Þarna, „ekki með valdi né með krafti, heldur
fyrir Anda minn, segir Drottinn." (Sak. 4. 6.)
Dæmi þessa er „Praying Hyde“, „Bæna Hyde“. Hanri var á
bak við vakninguna, sem varð í Indland.i.
Fyrirbiðjendur eru fáir. (Jes. 59. 16.)
Biblíunni samkvæmt byrjar Guð ekki vákningu hjá versta
synclaranum, heldur hjá hinu bezta barni sínu i borginni. (Jóh.
15. 6.)
Eftir síra Armin R. Gesswein. Þýtt.
2. Gctur vakning komið ó okkar dögum?
Eftir dr. OSWALD J. SMITH.
Hvenœr verður vakning? Það er spurning, sem verður að
svara. Kirkjan er nú í aumkunarverðu ástandi. Vakning er lífs-
nauðsyn. Ekkert nema mikil alda trúboðshita og á'huga mun