Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 131
NORÐURLJÓSIÐ
131
Nei, ég þarf ekki að yf.irgefa syndina. Ég treysti gæzku
Guðs, og ég trúi því, að allir menn munu fyrr eða síðar
frelsast."
Við skulum prófa þetta. Fullnægir þetta æðstu kröfum
samvizkunnar? Þegar samvizka þín kemur til þín og bendir
þér á einhverja synd og krefst þess, að þú látir af henni,
fullnægir það samvizku þinni að segja: „Já, ég er að gera
rangt, en Guð er svo góður, að ég get alveg eins halcLið
áfram að syndga, ég get alveg eins troðið lög Guðs undir
fótum. Hann er svo góður, hann mun ekki refsa mér. Hann
gaf son sinn til þess að deyja fyrir mig; ég get haldið
áfram að syndga eins og mér sýnist.“ Fullnægir þetta sam-
vizku þinni? Jæja, þá hefir þú fjarska lélega samvizku.
Hvað mundir þú halda um dreng og telpu, bróður og
systur, sem eiga móður, er liggur sjúk heima. Drengurinn
var veikur nokkru áður, og móðir hans vakti yfir honum
svo trúfastlega og nærfærnislega, að hún sýktist af honum.
Hún er búin að hjúkra honum, svo að hann náði aftur
heilsunni, en sjálf liggur hún sjúk fyrir dauðans dyrum.
Hún segir börnunum, að þau geti farið út í garðinn og
segir: „Það eru nokkur blóm þar, sem mér er mjög sárt
um. Ég vil ekki, að þið tínið þau.“
Jonni og María fara út í garðinn, og Jonni byrjar óðar
að gera það, sem hann var beðinn að gera ekki. Systir
hans mótmælir því og segir: „Jonni, heyrðir þú ekki, að
mamma sagði, að við mættum ekki tína þessi blóm, því
að þau eru mjög dýrmæt, og hún vill ekki láta tína þau?“
„0, já,“ segir Jonni. „Hvers vegna tínir þú þau þá?“ spyr
systirin. „Vegna þess,“ segir Jonni, „að hún elskar mig svo
mikið, María. Veiztu ekki, hvað hún elskar mig, hvernig
hún lagði á sig vökur og vakti hjá mér nótt eftir nótt?
Veiztu það ekki, að hún er núna veik. af því að hún elskar
mig svo m.ikið? Þess vegna ætla ég að gera einmitt það,
sem hún sagði mér, að ég mætti ekki gera.“
Hvað mundir þú hugsa um slíkan dreng, og hvað hugsar
þú um þann karlmann eða konu, sem hrósar sér af kærleika
Guðs, og af því að Guð elskar með svo dásamlegum kær-
leika, gerir elsku hans að afsökun fyrir synd, gerir elsku
Guðs að afsökun fyrir uppreisn gegn honum, gerir elsku
Guðs að ástæðu heimslegs og kærulauss lífernis?
Ég held, að þið, karlar og konur, munduð fyrirlíta sjálf