Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 54
54
NORÐURLJOSIÐ
George spurði, hvort ekki væri unnt að taka brunaörið burt úr
hægra auganu. Því var neitað. Það stóð svo djúpt, að ekki var
unnt að taka það. Horfurnar voru þær, að George yrði alveg
blindur.
Það var snemma árs 1947, að elzta dóttir Orrs, sem bjó í
Butler, sagði föður sínum frá útvarpsþáttunum og stakk upp á
því, að þau sæktu eina samkomu.
lJau fóru í marz í fyrsta sinn.
„Ég var nú ekki alveg með á nótunum í fyrsta skiptið,“ segir
George. „Ég vissi, að margir, sem prédika guðlegar lækningar,
eru ekki að öllu leyti eins og þeir ættu að vera. Ég var á varð-
bergi. Ég vildi vera viss um gildi þessarar þjónustu, áður en ég
væri henni að öllu samþykkur.“
Um kvöldið spjölluðu hjónin lengi saman um samkomuna.
George hugsaði mikið, meðan þau ræddu, og hann sagði að
lokum: „Ég er viss um, að Kathryn Kuhlman hefir eitthvað. Ég
v.il fara aftur, og í næsta skipti skal ég alveg vera með.“
Næstu tvo mánuði komu þau nokkrum sinnum, og George seg-
ir: „Efasemdir mínar hurfu allar, þegar ég sá vídd og dýpt þess-
arar þjónustu. Ég vissi, að þetta var raunveruleiki.“
Fjórði maí var sunnudagur, og gestir voru hjá þeim Orr-
hjónunum. Tvö barna þeirra, sem gift voru og börn þeirra, voru
þar. Þau ætluðu að hafa hátíðlegan miðdegisverð um kl. eitt.
Rétt um hádegisbilið komu ung hjón, vinir þeirra Orr-hjónanna.
Þau voru á leið til samkomu.
„Okkur datt í hug, að þú vildir koma með okkur, George.
Hvað segir þú um það?“ spurðu þau.
„Nei,“ sagði George. „Það eru gestir hjá okkur, við erum
ekki búin að borða, og auk þess er orðið svo framorðið, að við
mundum ekki fá sæti.“
En börn þeirra, sem vissu, að faðir þeirra mundi hafa sótt
samkomuna, hefðu þau ekki verið þar, hertu á þeim að fara, og
létu þau loks undan.
Þau komu seint. Guðsþjónustan var þegar byrjuð. Salurinn
var troðfullur. Þau voru búin að sætta sig við það að standa
þarna í hálfa fjórðu til fjórar stundir, þegar eitt þeirra sá á
miðbekkjunum fjögur auð sæti saman.
„Það var eins og þessi sæti biðu eftir okkur,“ segir George.
„Við gengum inn um framdyrnar og settumst niður.“
Það læknuðust margir þann dag, en það var ekki að sjá, að
George yrði á meðal þeirra. „Þá,“ segir hann, „sagði ungfrú