Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 115
NORÐURLJÓSIÐ
115
herra A., þegar ég er dauöur. En sé himnáríki til og sé helvíti
til, þá hefi ég tvennar líkur til þess, að ég fari í himnaríki, en þú
ekki nema einar likur til þess, að þú farir þangað. En þú fer
áreiðánlega til helvítis; og, herra A., ég er enginn bjáni.4 Afleið-
ingar þessa urðu þær,“ bætti hann við, „að ég sá sjálfan mig
sem vesalings, glataðan syndara, sem þarfnast frelsara, svo að
ég koríi hingað í kvöldy og Guð hefir frelsað mig um tíma og
eilífð.“
(Þýtt úr „The Surord of the Lord,“ en tekið þar upp úr
bókinni: „The Bible: Its Hell and Its Ages.“)
-----*--x—-------
Sódóma og Nínive
Eftir JÓGVAN P. JAKOBSSON.
í 19. kafla 1 Mósebókar segir frá Sódómu, og bók Jónasar
spámanns skýrir frá Níneve. Báðar þessár bækur eru í fyrri hluta
biblíunnar, gamla testamentinu.
Níneve var geysistór og fjölmenn borg, því að þar voru
„meira en hundrað og tuttugu þúsundir manna, sem þekktu ekki
hægri hönd síná frá hinni vinstri.“
Um íbúafjölda Sódómu er ekki talað, en vafalaust hefir hún
verið fjölmenn eftir því, sem borgir voru á hennar dögum. Þær
voru sámtíma borgir^ því að báðar voru til á dögum Abrahams.
En endalok Sódómu komu að minnsta kosti 1000 árum fyrr en
endalok Níneve.
Þær áttu það báðar sameiginlegt, þótt margt væri ólíkt með
þeinij að þær lifðu í allsnægtum. Fólkið í þeim báðum gleymdi
Guði, Það syndgaði þess vegna mikið á móti Guði. Þær geta því
verið myndir af heiminum, eins og hann er nú, eða af hverri ein-
stakri mannssál, sem hefir engan tíma afgangs handa Guði.
Guð talaði til beggja borganna, gerði það með þolinmæði og
af kærleika. í Sódómu bjó Lot og prédikaði réttlæti. En fólkið
vildi ekki hlusta á hann. Þegar svo Drottinn ætlaði að eyða
Sódómu, var Lot sendur að segja tengdasonum sínum frá því. En
þeir trúðu honum ekki. Þeir héldu, að hann væri að gera að
gamni sínu.
Til Níneve-borgar var Jónas spámaður sendur. Hann boðaði
borginni, að hún yrði í eyði lögð. Við lesum, að „Níneve-menn
trúðu Guði.“ Hún lét af syndum sínum og sneri sér til Guðs.