Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 124
124
NORÐURLJOSIÐ
heim til mín með vasana fulla af gjöfum handa litlu stúlkunni
minni. Það var kuldanepja, og ég hneppti frakkanum upp í háls
til að verja mig fyrir nístandi vindinum, sem stóð af vatninu.
Um leið og ég flýtti mér af stað fannst mér ég sjá einhvern dyljast
í skugganum af fangelsisveggnum. Eg nam staðar og gáði betur
að, og þá sá ég litla stúlku, ræfislega klædda, í þunnum kjól; hún
var berfætt í mjög slitnum skóm. I hendinni hélt hún fast litlum
bréfböggli. Ég velti fyrir mér, hver hún gæti verið og hvers vegna
hún væri svo snemma á ferli, en ég var of þreyttur, til þess að
þetta vekti áhuga minn. Ég flýtti mér af stað. En ég heyrði brátt,
að mér var veitt eftirför. Ég nam staðar og sneri mér við, og þá
stóð þetta ræfilslega barn frammi fyrir mér.
„Hvað vilt þú?“ spurði ég hvasst.
„Ert þú fangelsisstjórinn, herra minn?“
„Já, hver ert þú, og hvers vegna ertu ekki heima?“
„Fyrirgefið, herra, ég á hvergi heima. Mamma dó í fátækra-
heimilinu fyrir tveimur vikum, og hún sagði mér rétt áður en hún
dó, að pabbi (Tom Galson) væri í fangelsinu; og hún hélt, að
ef til vill þætti honum gaman að sjá litlu stúlkuna sína, fyrst
mamma er dáin. Getur þú ekki gert svo vel að lofa mér að sjá
pabba minn. I dag eru jólin, og mig langar til að gefa honum
gjöf-“
„Nei,“ sagði ég hranalega. „Þú verður að bíða, þangað til
heimsóknadagurinn kemur,“ og ég hélt af stað. Ég hafði ekki
gengið mörg skref, er ég fann, að togað var í frakkann minn og
biðjandi rödd sagði: „Gerðu svo vel að fara ekki.“ Ég nam
staðar einu sinni enn og leit á magra, biðjandi andlitið fyrir
framan mig. Stór tár voru í augum hennar, og hakan titraði af
geðshræringu.
„Herra,“ sagði hún, „ef litla stúlkan þin væri ég, og mamma
litlu stúlkunnar þinnar hefði dáið í fátækraheimili, og pabbi
hennar væri í fangelsi, og hún hefði engan stað að fara til og
engan til að þykja vænt um sig, heldur þú ekki, að hún mundi
vilja sjá pabba sinn? Ef það væru jól, og litla stúlkan þín kæmi
til mín, ef ég væri fangelsisstjóri, og bæði mig að gera svo vel
að lofa sér að sjá pabba sinn til að gefa honum jólagjöf, heldur
þú ekki — heldur þú ekki, að ég mundi segja já?“
„Er hér var komið, var stór kökkur kominn í hálsinn á mér, og
augu mín flutu í tárum. Ég svaraði: „Jú, litla stúlkan mín. Eg
held þú mundir gera það, og þú skalt fá að sjá pabba þinn.“ Ég
tók um hönd henni og flýtti mér í fangelsið og hugsaði um litlu,