Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 65
NORÐURLJÓSIÐ
65
Guðs. Ef til vill hefir skipzt á í líferni ]iínu synd og iðrun, en
þú hefir aldrei hreinlega skilið við syndina. Þú leyfir þér hana
öðru hvoru. A veikleika stundunum lætur þú undan viðloðandi
synd þinni. Hún heldur þér nú svo fast, að þú getur ekki slitið
hana af þér. Samt sem áður langar þig í hana, eins og sætan bita,
og þú vilt ekki sleppa henni. Þú veizt, hvað þetta er, og Guð veit,
hvað þetta er. Það er þessi synd, sem rænir þig guðlega kraft-
inum. Þetta er syndin, sem gerir Guði ókleift að nota þig. Þangað
til þú játar hana, vísar henni frá þér og hættir við hana fyrir fullt
og allt, hefir þú ekki gert upp við Guð. Hefir þú snúið þér frá
öllu, sem þú veizt, að er rangt? Eða leyfir þú vísvitandi synd,
svnd, sem þú þekkir, að eiga sér stað í líferni þínu? Það er þitt
að svara þessu.
Það er samt ekki nóg, að játning fari fram. Það verða einnig
að vera sakarbætur. Rangindi verður að bœta fyrir. Hafir þú
unnið öðrum mein, er beiðni um afsökun réttmæt. Uppgjör við
Guð er uppgjör við menn. Rangindi gagnvart mönnum eru rang-
mdi gagnvart Guði. Þú getur ekki gert upp við Guð og samtímis
beitt náunga þinn rangindum. Þú verður að hafa góða samvizku.
Ef til vill eru til skuldir, sem þú þarft að greiða. Ef þú vilt auð-
tnýkja þig fyrir Drottni og gefa þig að bæn, ef þú leyfir Anda
Guðs að rannsaka þig og prófa þig, þá mun hann sýna þér allt,
sem er að. Þú munt sjá þau rangindi, sem þarf að lagfæra, syndir,
sem verður að yfirgefa. Ég veit alls ekki af nokkurri annarri leið
til að gera upp við Guð en leið játningar, afneitunar synda og
sakarbóta. Syndin er hindrunin mikla. Þá hindrun verður að taka
a brott, hvað svo sem það kostar.
BÆNAÞJÁNING.
Þegar við lœrum þjáning í bœn, þá verður vakning. í Jes. 66. 8.
lesum v.ið: „Óðara en Zíon hefir kennt sóttar, hefir hún alið börn
S1n.“ Getur barn fæðzt án þjáningar? Áreiðanlega ekki. Guð
^efir hagað því svo, að hverju nýju lífi, sem kemur í heiminn,
fylgir sársauki og þjáning. Þjáning verður ekki umflúin. Þannig
er það með nýfæddu börnin í fjölskyldu Guðs. Einhver hefir
kennt þjáningar, sálarang.istar. Svo fáar sálir frelsast nii á dög-
uni, af því að þjáningin er svo lítil. Ef bæn vor á að verða áhrifa-
naikil, verðum við að hverfa aftur til daga sálarþjáninga. Nota
verður hálfar og jafnvel heilar nætur til bæna. Þeir, sem biðja
v^rða að læra að grípa um altarishornin og þjást í bæn, ef sálir
eiga að fæðast inji í Guðs ríki og vakning að koma.