Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 119
NORÐURLJOSIÐ
119
Ólík trúarbrögð
Jónas Þorbergsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, hefir nýverið
sent frá sér bók. Hún er nefnd „Ljós yfir landamærin,“ skamm-
stafað „Lyl“ hér ó eftir. Það liggur við, að ég vilji þakka höf.
fyrir bókina. Hún dregur svo vel fram í ljósið þann reginmun,
sem er á sannri kristni biblíunnar og andatrú nútímans. Hve and-
stæðar þær eru skal sýnt með nokkrum dæmum. Rúmið leyfir
ekki meira.
Biblían segir, að Guð, sem hún líka nefnir Jahve, hafi skapað
heiminn óg allt, sem tilveru befir. „Lyl“ staðhæfir, að öll forn
trúarbrögð, þar með talin eingyðistrú Gyðinga, „áttu það sam-
eiginlegt, að guðirnir voru hugarfóstur átrúenda sinna, skapaðir
í þeirra eigin mynd.“' (Bls. 194). „Gyðingaþjóðin var eingyðis-
trúar og hafði skapað sér guðinn Jahve eða Jehova.“ (Bls. 205).
Samkvæmt þessu er sá Guð, sem Biblían boðar, alls ekki til nema
sem hugarfóstur, ímyndun manna. En Guð færir fram að minnsta
kosti átta röksemdir fyrir tilveru sinni í bók Jesaja 40.—54. kafla.
Vísindin bæta þar nokkrum rökum við, þótt raunverulega séu
þau innifalin í röksemdum Guðs.
Biblían segir um Guð, Jahve, að hann sé heilagur, réttlátur og
góður. „Lyl“ segir, að hann sé „grimmdarfullur eins og þeir, sem
höfðu skapað sér hann.“ (Bls. 218.) Höf. tekur til að sanna þetta,
nokkrar setningar, sem eiga að standa í biblíunni, en eru alls ekki
í núverandi ísl. biblíuþýðingu, og ein þeirra sýnist vera beinn
tilbúningur.
„Lyl“ segir: „A okkar öld hafa verið háðar tvær hryllilegustu
styrjaldirnar á jörðu hér . . ., bókstaflega háðar að boði Jahve,
herguðs Gyðinga.“ (Bls. 228). Höf. finnst ekkert athugavert við
það, að segja þetta, að ímynduður Guð fyrirskipi tvær lieims-
styrjaldir!!
Hér má geta þess, að árið 1939, þegar heimsstyrjöldin síðari
var í aðsigi, leituðu margir frétta hjá framliðnum, hvort verða
mundi styrjöld. Aðeins frá einum stað kom sú fregn, að styrjöld
mundi verða. Alls staðar annars staðar, þar sem spurnir bárust
af því, sögðu andarnir, að engin styrjöld mundi verða. Má af
þessu sjá, hve mikið kann að vera að marka það, sem andarnir
hafa frætt höf. „Lyl“ um og marga aðra í öðrum efnum.
Enn segir „Lyl“: „Spunnust um nafn Jesú frá Nazaret helgi-
sagnir um yfirvenjulega tilkomu hans til jarðarinnar. Hann var