Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 177
N ORÐ URLJÓSIÐ
177
um. „Það hefi ég verið að gera. Trú og bæn geta framkvæmt
meiri hluti en þetta.“
„Eg er nú farinn að ryðga á því sviði,“ svaraði hann dálítið
óstyrkur. „Auk þess hefi ég engan rétt til að biðja Guð að gera
mér greiða, þegar ég hefi vanrækt hann í svo mörg ár.“
„Þú getur alltaf snúið við, Filippus. Það er til fyrirgefning og
hjálp handa þér nú, ef þú vilt veita þeim viðtöku.“
„Það er skrýtið, að þetta skyldi koma fyrir í dag,“ sagði hann.
. Síðan við töluðum saman á laugardagskvöldið, hefi ég verið
að hugsa um orð þín. í djúpi hjarta míns veit ég, að þú hefir rétt
fyrir þér, og að leið þín, leið Guðs, er eina leiðin til sannrar
hamingju. Nú, ef ég gæti fengið Jen heim aftur heila á húfi, þá
skyldi ég koma öllu í rétt horf og skeyta engu, hvað það hefði í
för með sér.“
„Við getum ekki gert samning við Guð,“ svaraði Elízabet blítt.
„Ef þú treystir honum, Filippus, verður þú að treysta honum
algerlega, hvað sem kemur fyrir. Þegar þú gerir það, muntu
finna, að hann bregzt þér ekki. Vegir hans eru ekki okkar vegir.
Vegir hans eru hærri en okkar. Hann sér lengra fram á brautina
en við og veit, hvað okkur verður að lokum fyrir beztu.“
Hún reis á fætur. „Ég ætla upp á loft og vita, hvernig Elaine
líður,“ sagði hún við hann. En hann virtist ekki heyra það. Þegar
hún við stigann leit aftur, sá hún sér til hjartaléttis, að hann var
kropinn á kné við stólinn.
6. kafli. Fitippus breytir um stefnu.
Nokkru seinna hrukku allir við, er dyrabjallan fór að hringja.
Filippus lauk upp, konurnar báðar lögðu við hlustir, er karl-
mannsrödd heyrðist í anddyrinu. A næsta andartaki hljóp Elaine
ofan stigann.
„Þér hafið eitthvað frétt af Jennifer, White lögreglumaður,“
mælti hún og þreif í handlegg hans.
Filippus lagði arminn utan um hana. „Þú verður að reyna að
vera róleg, elskan,“ sagði hann blítt. „Jennifer er fundin, en hún
er í sjúkrahúsi. Það er ekkert að óttast. Hún varð fyrir smávegis
slysi.“
Lögreglumaðurinn sagði vingjarnlega, er hann sá óttasvipinn
á andliti hennar: „Þér þurfið ekki að vera óþarflega hrædd, frú
Haywood. Það er að sjá, að dóttir yðar hafi verið að hjóla eftir
fáförnum trjágöngum úti í sveit. í vondri beygju missti hún