Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 89
NORÐURLJÓSIÐ
89
ist hæða hann, og tindrandi stjarnan fannst honum
henda gaman að eymd hans og hjálparleysi.
Þá birtist honum gleðisjón yfir brunnopinu. Fyrst
var það harður flókahattur, síðan tvær bogadregnar
augabrúnir, tvö tindrandi augu, lítið, digurt nef,
tveir snúnir endar á yfirskeggi og fallegasta brosið,
sem hann hafði séð á ævinni.
„Nú, hvað ert þú að gera þarna niðri?“ vildi litli
maðurinn vita. „Við getum ekki látið þíg gera annað
eins og þetta.“ Svo hélt hann áfram: „Hvernig datzt
þú þarna ofan í?“ Hann beið ekki eftir svari, en hélt
áfram: „Þú veizt, að brunnar eru ekki grafnir, til
þess að litlir drengir detti ofan í þá, og litlir drengir
voru áreiðanlega ekki gerðir til þess að detta niður í
brunna. Hamingjan góða, hamingjan, hamingjan
góða.“
„0, herra minn,“ hrópaði drengurinn, „vertu svo
Vænn að hjálpa mér. Eg var úti í myrkrinu og fann,
að ég var kominn hingað. Eg hlýt að hafa dottið, og
mig kennir svo til í fótleggnum. 0, herra minn, ég er
svo glaður yfir því, að þér komuð. Gerið svo vel að
hjálpa mér.“
En skríkjandi og brosandi fór litli maðurinn af
stað, og drengurinn heyrði aðeins trítlandi fótatak
hans, er hann sagði „hamingjan góða“ í fjarska.
„Ó, hjálp, vill ekki einhver gera svo vel að hjálpa
mér, ó, herra minn,“ hrópaði hann, er maður kom í
ljós við brunnopið. „Þú virðist vera stór og sterkur,
vertu svo vænn að hjálpa mér.“
„Litli maður minn,“ sagði stóri, sterki maðurinn,
„þú mátt í raun og veru ekki gera annað eins og
þetta.“ Hann tók svo í hægðum sínum penna og vasa-
bók upp úr vasa sínum og tók að skrifa.