Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 91
NORÐURLJOSIÐ
91
hann gekk með honum út í myrkrið, varð allt bjart.
Jesús dó, en hann er nú lifandi til að lyfta okkur
upp úr syndurn okkar og ganga nreð okkur, þótt
gatan sé stundum myrk.
Jesús er lifandi. — Jesús lifir.
14. SMALATÍKIN BESS.
Enginn gat sagt með vissu, hvers vegna Bess var
valin sem smalatík. Hún var ekki hreinkynjuð, skozk
fjártík, og ekki var hún heldur velsk, og áreiðanlega
var hún ekki ensk. En Bess vissi, hvað hún átti að
gera, og verk sitt gerði hún vel. Hún hafði ekki alveg
eins langt trýni og fjárhundur. Hún var dálítið
þyngri, stærri, gildari en venjulegir fjárhundar, en
hún var eins lipur og snör og beztu hundar. Væri hún
úti á heiðunum, þegar vindurinn ýfði silkimjúkan
feldinn hennar, með annað eyrað sperrt til að heyra
rödd smalamannsins, þá var sjón að sjá hana.
í hundakofanum bak við bæinn biðu sex hvolp-
arnir hennar eftir því, að hún kæmi heim með smala-
manninum. Kvöldið var kalt, og stormur í aðsigi.
„Hér ættu að vera hundrað kindur, húsbóndi góð-
ur,“ sagði Bob smalamaður, „en ég taldi aðeins níu-
tíu og átta.“ „Bess,“ sagði eigandi hennar, „tvær
kindur vantar, farðu og finndu þær.“
Þreytuleg í spori fór Bess út í hagann. Það var
orðið mjög framorðið, þegar hún kom aftur og til-
kynnti með hrjúfu gelti, að hún hefði fundið og
komið heirn með gamla á, þreytta, þróttlitla og
kalda.
Bess skreið inn í hundakofann og lá í ró hjá hvolp-
unum sínum, þegar eigandi hennar fann hana. „Leið-
inlegt, Bess,“ sagði hann, „en það þarf enn að finna
eina.“