Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 148
148
NORÐURLJÓSIÐ
vísindi hafa ekki gert að engu nein af hinum miklu sannindum
kristinnar trúar. Nútímamaðurinn væri ekki nútímamaður, nema
vegna breytinga á vísindunum, en það mundi áreiðanlega skorta
talsvert á hann, ef hann metur ekki gild.i sannra trúarbragða.
SJÓNVARP.
Sjónvarpsmálin eru efst á baugi um þessar mundir hér á landi,
og verður ekki rætt um væntanlegt íslenzkt sjónvarp hér. Mennta-
menn hafa stofnað herferð gegn sjónvarpi frá Bandaríkjamönn-
um á Keflavíkurflugvelli til verndar íslenzkri menningu og þá
væntanlega siðferði líka. En enginn virðist gefa því gaum, að
bandarískar kvikmyndir eru sýndar í kvikmyndahúsunum hér á
landi, og eru þær nokkuð betri eða verri en sjónvarpið?
Verst af öllu, sem við fáum frá Bandaríkjunum, eru þó saur-
lífissritin. Þau eru flutt inn í stríðum straumum, ef marka má
orð eins bóka-innflytjanda í Reykjavík, sem sagði við þjóðkunn-
an mann: „Ég hefi nýlega sent vestur um haf 400.000 kr. fyrir
amerísk saurlífisrit.“ í sumum löndum mun ánnflutningur slíkra
rita vera bannaður.
Annars er með sjónvarpið eins og bækurnar. Það er hvorki
betra né verra en mennirnir, sem að því standa. Það er boðberi
og tæki nýrar menningaröldu, skulum við segja.
Hér tíðkaðist áður fyrr íslenzk kvöldvökumenning að vetrar-
lagi. Þá sátu allir og unnu sín verk, meðan einn las sögur eða
kvað rímur. Á föstunni tóku menn Hallgrímssálma og góðar hug-
vekjur sér til sálubótar.
Þetta leið undir lok. Þá kom útvarp. Á það mátti hlusta og
halda þó áfram við ýmsa handavinnu, sameina gagn og gaman.
Nú kemur sjónvarpið, en það er ráðríkur skemmtikraftur,
sem krefst þess, að sér sé allur gaumur gefinn. Ekki er unnt að
vinna neitt, meðan þess er notið, nema vinna megi ósjálfrátt og
blindandi, ef svo má að orði kveða, því að augun mega af engu
missa af því, sem á tjaldinu birtist.
Þegar sjónvarpið verður komið inn á nálega hvert heimili,
verður erfiðara en nokkru sinni fyrr fyrir þá, sem kristnir vilja
vera meira en að nafninu einu, að hlýða því orði heilagrar ritn-
ingar, er segir: „Varðveit sjálfan þig hreinan,“ og að „varðveita
sjálfan sig óflekkaðan af heiminum." Þá mun reyna á þolgæði
þeirra, sem varðveita vilja boð Guðs og trúna á Jesúm. Sjón-
varpið rænir tíma, sem helga mætti Guði, sáir fræum, sem fleiri
munu verða ill en góð.