Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 178
178
N0R3URLJÓSIÐ
vald á hjólinu og hefir rotazt, er hún datt, og legið lengi með-
vitunarlaus, unz maður á bifhjóli sá hana og sótti hjálp.
„Er hún mikið meidd?“ spurði Elaine með öndina í hálsinum.
„Hún hefir fengið lítilsháttar heilahristing og marið sig ofur-
lítið, þetta er mest taugaáfall.“
„Getum við fengið að sjá hana núna undir eins?“
„Já,“ mælti hann og lét þau fá nafn sjúkrahússins, en það var
miðja vegu á milli Ambledene og Langton. „Jæja, ég býð ykkur
þá góða nótt, og það gleður mig, að fréttirnar voru ekki verri.“
Filippus fylgdi honum til dyra, en Elaine sneri sér að Elízabet
og huldi andlitið við öxl hennar.
„Þarna sérðu, góða mín,“ sagði Elízabet milt, „að það fór,
sem ég sagði, að ekkert yrði að henni. Ég ætla að útbúa heitan
drykk handa ykkur Filippusi, og síðan getið þið farið að búa
ykkur og finna hana.“
Skömmu síðar þaut bifreiðin með þau í áttina til sjúkrahúss-
ins.
Elaine rauf kvíðvænlega þögn. „Filippus,“ sagði hún seinlega,
„hvar villtumst við?“
Hann leit snöggt á hana. „Hvað áttu við?“
„Það hlýtur að vera eitthvað alvarlegt að, þegar barnið okkar
er svo vansælt, að það vill ekki vera síðustu daga sumarleyfisins
hjá okkur.“
„Það eru einmitt vandræðin,“ mælti hann hugsandi. „Hún
getur ekki eytt sumarleyfinu heima hjá okkur. Við erum aldrei
heima. Við erum alltaf of önnum kafin. Á undanförnum sumrum
hefir hún haft frú Munroe hjá sér tvo daga vikunnar, en annars
verið með dóttur Martins hjónanna, sem henni geðjast ekkert sér-
staklega vel. Það er einungis vera móðursystur minnar hjá okkur,
sem hefir gert þetta sumarleyfi henni bærilegt. Furðar þig á því,
að hún fór svona á brott í dag, þegar hún bjóst við að verða alein
aftur?“
„En ef ég vinn ekki svona, þá fer hún á mis við margt, sem
hún er orðin vön,“ mótmælti Elízabet.
„Ég veit ekki, hvort hún yrði svo miklu fátækari samt,“ sagði
hann. „Þú varst rétt að spyrja, hvar við hefðum villzt. Eg veit,
hvar ég villtist, og það er eins gott að segja þér frá því nú eins
og síðar. Þegar við kynntumst fyrst, var sama brjálæðiskappið í
mér eins og þér að komast áfram í heiminum. En ég hefi aldrei
sagt þér frá því, að ég hefi ekki alltaf verið svona. Þú þekkir