Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 94
94
NORÖURLJÓSIÐ
listamaðurinn reyndi að skýra, hvernig Jesús lækn-
aði fólk, sem var veikt, og hjálpaði fólki, sem átti
bágt. Hann skýrði frá, hvernig fólkið hataði hann
fyrir gæzku hans og deyddi hann fyrir kærleika
hans.
Hún reyndi að skilja þetta, meðan heimsóknin
stóð yfir, og þegar hún fór, var hugur hennar allur
í uppnámi.
„Herra listamaður,“ sagði hún, þegar hún kom
í síðasta sinn til að sitja fyrir, „viltu gera svo vel
að segja mér, hvers vegna var farið svona með svo
góðan mann?“
Listamaðurinn skýrði það fyrir henni, meðan
hann var að vinna, að Jesús var Guð. Hann sagði
henni, hvað það hryggði Guð, að heimurinn var svo
fullur af synd. Hann skýrði frá því, hvernig Guð
sjálfur kom í heiminn, þegar Jesús fæddist sem lítið
barn; hvernig hann óx og varð fullorðinn maður og
bjó á meðal mannanna, sem hann hafði skapað. Mál-
arinn skýrði henni frá, að Jesús sagði mönnunum,
hve mikið Guð elskaði þá. Samt hötuðu þeir hann
meir og meir og krossfestu hann. Hann reyndi að
segja henni frá þessum mikla leyndardómi Guðs,
hvernig það, að Jesús dó á krossinum fyrir okkur,
getur leitt okkur til Guðs, getur tekið í hurtu synd
okkar og gert okkur að Guðs börnum.
Andlitið hennar litla fékk hugsandi svip, og
þegar hún fór, hvíslaði hún: „Gerði hann þetta virki-
lega, af því að hann elskaði okkur? Hún beið varla
eftir svari hans, og hélt áfram: „Hvað þú hlýtur að
elska hann mikið fyrir það, að deyja fyrir þig.“
Listamaðurinn gekk hægt inn í vinnustofu sína.
Hann gekk framhjá málverkinu af Pepitu, dansandi
stúlkunni, og gekk til Mannsins á krossinum. Hann