Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 61
NORÐURLJÓSIÐ
61
Dag nokkurn, rétt þegar tiún hafði sett þær á, brutust kýli út
um allan fótlegginn.
„Þetta var Guð að tala,“ segir hún. „Eg veit það nú, þá var
ég of æst, óv.iss og hrædd til að hlusta.“
Hún tók þær þá af, unz kýlin voru bötnuð, en setti þær þá aítur
á. Nærri þvi þegar í stað og án nokkurra skýranlegrar ástæðu,
varð fóturinn kolblár.
„Loksins,“ segir hún, „heyrði ég rödd Guðs og sá hönd hans
í þessum hlutum. Eg tók umbúðirnar af fyrir fullt og allt. Er ég
loksins hafði til fulls ákveðið að treysta Guði til að lækna Eugene,
hætti ég að vera hrædd.“
I þessi tólf ár, sem liðin eru, síðan hún fyrst tók umbúðirnar
af í salnum hefir fótleggurinn verið í fullkomnu lagi.
Eftir beiðni læknanna kom frú Useohek með reglubundnu
millibili til þeirra með Eugene til rannsóknar. Þeir undruðust
lækningu hans og viðurkenndu, að hún væri kraftaverk.
Þrjú ár liðu frá því, að Eugene læknaðist. Þá fékk frú Use-
chek 'bréf, dagsett í marz 1953, og er það nú eitt af dýrmætustu
eignum hennar. Það var undirritað af báðum beinasérfræðing-
unum, sem höfðu haft son hennar til lækninga. Þeir báðu hana
að koma aftur með Eugene í sjúkrahúsið og buðust til að bera
allan kostnað af því, svo að hann gæti hjálpað öðrum, sem voru
án trúar til að trúa, og til að sanna þeim, að lækningamáttur
Guðs var veruleiki.
Usechek-hjónin gáfu umbúðir sonar síns, sem hann notað.i
svo stutt, til sjúkrahússins.
Eugene stundaði nám við Waynesburg menntaskólann, þar sem
hann stundaði knattleik og hlaut verðlaun sem bezti glímumaður
bekkjarins.
Þá ákvað hann, að hann vildi ganga í flugíher Bandaríkjanna,
en þar munu gerðar strangari kröfur um líkamshreysti en á
Rokkru öðru sviði í Bandaríkjunum.
Aður en þeir skráðu hann í flugherinn, létu þeir hann fara
aftur til sömu læknanna, sem reynt höfðu að lækna hann af
Perthes veikinni, og létu þá mynda hann.
Hann er nú flughermaður og vinnur í leynileturs-deildinni.
Getur ekki sérhver, sem lesið hefir þessa sögu, sagt með mér:
»Ég trúi á kraftaverk“?
(Framhald nœsta ár).
----------x---------