Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 88
88
NORÐURLJOSIÐ
sagði biskupinn, „ekki saurgaðan, útkreistan, von-
svikinn, gamlan mann, fullan af eftirsjá. Hann vill
fá þig nú. Það, að þú leggir sjálfan þig í hendur hans
eins og þú ert, er hið eina, sem í raun og veru full-
nægir honum og hið eina, sem raunverulega full-
nægir þér. Syndin sýgur alla gleði úr manninum og
skilur eftir handa Guði tómt líf, sem hefði getað
verið svo auðugt og þess virði, að því hefði verið
lifað.“
Biskupinn gaf Jonna aðra appelsínu, en hann
gleymdi aldrei því, sem biskupinn kenndi honum
þennan dag.
Á ævi minnar árdagsstund,
með æskuglaðri, frjálsri lund,
ó, Kristur, á þinn kærleiksfund
nú kem ég sem ég er.
13. ÞAÐ VAR SKRÝTINN DRAUMUR.
Það var skrýtinn draumur, eða öllu heldur merki-
legur draumur.
Drenginn dreymdi, að hann væri á ferð í nátt-
myrkri. Hann þreifaði fyrir sér með höndunum,
starði út í myrkrið, þótt liann gæti ekkert séð, hlust-
aði, ef hann gæti heyrt, hvort hann væri á réttri leið.
Allt í einu lét jörðin undan, þar sem hann stóð.
Hann fann, að hann datt niður, féll alltaf dýpra,
dýpra niður, niður í djúpan, dimman brunn.
Nú fannst honum, að hvergi væri dimmt nema í
brunninum. Uppi yfir hrunnopinu tindraði stjarna
og virtist gera gys að honum. Ó, verkurinn í fætin-
um, sem hafði brotnað við fallið. Það var eins og
hann væri í loga.
„Hjálp, hjálp!“ hrópaði hann. En bergmálið virt-