Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 121
NORÐURLJÓSIÐ
121
fjöldi manna lofar Guð og Drottin vorn Jesúm Krist fyrir hjálp-
ræði sitt . . . „Þeir hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í
blóði lambsins,“ það er: Breytni þeirra, líferni þeirra, gerbreytt-
ist; þeir hættu að lifa í synd, er þeir trúðu því, að Kristur hefði
dáið þeirra vegna.
„Af ávöxtunum skuluð þér því þekkja þá,“ hefir Kristur kennt
oss. Sannkristnir menn, sannir fylgjendur Jesú Krists, boða
mönnum hann sem frelsara, sem hafi kraft til að lyfta mönnum
upp úr synd. Þeir stofna skóla, reisa sjúkrahús og alls konar
líknarstofnanir meðal fátækra þjóða og frumstæðra. Þeir verja
til þess tíma, kröftum, fé og lífi. En hvar í heimi finnast sjúkra-
hús og líknarstofnanir, kostaðar og reknar af andatrúarmönnum
einum? Þær geta verið til, en aldrei hefi ég heyrt um þær.
Fagnaðarerindi biblíunnar er þetta: „Kristur dó vegna vorra
synda samkvæmt ritningunum, og hann var grafinn og að hann
er upprisinn á þriðja degi samkvæmt ritningunum, og að hann
birtist ...“ (1 Kor. 15. 3, 4.)
Fagnaðarboðskap þessum neitar „Lyl“ og andatrúin að því
leyti, að fórnardauði Krists er ekki viðurkenndur né heldur lík-
amleg upprisa hans. Hann á að hafa birzt sem líkamnaður andi.
Væri það rétt, hefði líkami hans legið áfram í gröfinni, æðstu
prestarnir látið taka hann og sýna hann opinberlega og þar með
kveðið niður allan orðróm um upprisu Krists. En auk þessa
neitaði Kristur sjálfur, að hann væri að birtast sem andi. (Lúk.
24. 36.—42.). Hvaðan eru þau trúarbrögð komin, sem vilja gera
Drottin vorn Jesúm Krist að lygara?
„Lyl“ talar fagurt um það, hvernig menn eigi að breyta hér í
heim-i. Ekki skal það lastað. Á hitt skal bent, að ekkert orð er
um það, hvernig fólk eigi að fara að, sem flækt er í snörur synda
sinna til að losna úr þeim, hvaðan það fái kraftinn til þess.
Biblían segir okkur, hver gefur okkur þann kraft. Þess vegna ber
boðskapur Krists svo mjög af boðskap „Lyl“ sem auður af
örbirgð og ljós af myrkri.
Kraftleysi andatrúar, til að betra líferni manna sést skýrt á
því, að frumkvöðlar andatrúar nútímans, systurnar Margaretta
°g Katie Fox, dóu báðar úr drykkjuskap,
Höf „Lyl“ getur þess, hve lengi liann hafi kynnzt andatrú. Lifi
ég fram á útmánuði þessa vetrar, verða liðin fimmtíu ár, síðan
eg leitaði Krists sem frelsara til að frelsa mig frá syndum mínum.
Hin fyrsta breyting, sem ég fann á mér var sú, að Kristur gaf mér
krajt, gaf mér hugrekki til að segja satt. Og lifi ég svo fram á