Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 158
158
NORÐURLJÓSIÐ
vel minnstu börnunum. Og ofurlitlar athugaseindir og skýringar
gera bréfin bæði skemmtileg og fjarska gagnleg.
Það hefir alltaf verið storatburður í fjölskyldunni, þegar barn
lærði að lesa og gat tekið þátt í að lesa orðið. Joy, sem verður
átta ára núna í vikunni, hefir lesið með okkur í nokkra mánuði.
Hún hnýtur aðeins um erfiðustu orðin. Ég skýt hér inn í, að ég
held, að biblíulestur guðræknistundanna sé einhver helzta
ástæða þess, hvers vegna börnum mínum þykir gaman að lesa,
lesa vel, skynsamlega, lesa góðar og gagnlegar bækur. Fyrát völd-
um við létt vers handa „smábarninu". (Við höfum haft smábarn
í húsinu síðastliðin tuttugu og þrjú ár!) Aður en barnið gat lesið
höfum við tekið okkur tíma, með hvert þeirra, við morgunlestur
að kenna hluta af versi eða til að bifja úpp vers, sem barnið hefir
lært áður. Okkur virðist, að jafnvel lítið barn þurfi að taka þátt
í guðræknistund fjölskyldunnar.
Stundum segi ég: „Elísabet, hvað heldur þú, að 23. vers
merki?“ Eða ég segi stundum: „Við skulum hvert um sig velja
það vers, sem okkur líkar bezt í þessum kafla.“ Stundum spyr ég
konuna og hvert barn fyrir sig, hvað þeim finnst við ættum að
biðja um. Stundum syngjum v.ið eitt eða tvö sálmavers. Stundum
nefnir hver um sig eitthvert vers, sem við ættum sérstaklega að
þakka fyrir. Og síðan biðjum við.
Þegar ég er heima, bið ég fyrst. Síðan hver af öðrum í röð.
Þegar allir hafa beðið, bið ég aftur og bið blessunar Guðs yfir
daginn. Hve indælar og blessaðar stundir eigum við saman, á
þessum sameiginlegu guðræknistundum fjölskyldunnar!
Ég held þessi aðferð, eða með einhverjum breytingum, muni
verða rík af blessun og indæl hverju heimili, sem getur notað
hana.
Stundum getur átt sér stað, að fjölskylda sé aðeins saman um
hádegið eða að kvöldinu. En venjulegast er morguninn betr.i en
kvöldið, og nálega alltaf er auðveldara að ná fjölskyldunni saman
á matartímum en öðrum tímum.
Vandamál við heimilisguðrœknistund.
Látið ykkur ekki detta i hug, að það verði létt verk að halda
uppi daglegri guðræknistund. í borgum er nógu erfitt að ná fjöl-
skyldunni saman til máltíða vegna ólíkrar atvinnu, vina, áhuga-
mála og skemmtana. En mikið af hamingju heimilisins glatast,
komi fjölskyldan ekki oft saman sem heild. Og það er miklu