Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 174
174
NORÐURLJÓSIÐ
aldrei yfirgefið þig. Hann er við hlið þér í hverju skrefi á veg-
inum, fús til að taka við stjórninni á öllu hjá þér í lífinu og láta
líf þitt verða einhvers virði aftur.“
Filippus stóð kyrr, þar sem hún yfirgaf hann, og var sokkinn
niður í hugsanir sínar. Hann heyrði ekki, að konan hans kom
inn, og hrökk því við, er hún sagði: „Eg vona, að þú hafir gert
móðursystur þinni ljóst, hver afstaða okkar er?“
„Samtal okkar var ágætt,“ svaraði hann. „Ég veit, að þú ert
þreytt og áhyggjufull, góða mín, en reyndu að skilja Elízabet
móðursystur mína. Hún sér ekki hlutina af þínum sjónarhóli, það
veizt þú. Tímarnir hafa breytzt svo mikið, síðan hún var á okkar
aldri. Ég er hræddur um, að hún hafi komizt mjög úr jafnvægi.
Hún talaði jafnvel um að fara í elliheimili. Við látum það aldrei
koma fyrir, er ekki svo?“
„Ég veit ekki! Það gæti verið lausn á málinu,“ svaraði Elaine
og gekk frá honum um leið inn í eldhúsið.
Hún vissi ekki, að Jennifer var ekki sofnuð. Hún hafði læðzt
fram á stigapallinn til að reyna að heyra, hvað foreldrar hennar
voru að segja. Þessar seinustu setningar bárust skýrt að eyrum
hennar.
Með kæfandi ekka sneri Jennifer aftur til herbergis síns. Þegar
hún hugsaði um það, að elskaða frænkan hennar, Elízabet, færi
frá þeim í elliheimili, þá gróf hún andlitið í koddann og grét
krampakenndum gráti.
5. kotli. Á óttons stund.
Daginn eftir sá Elízabet naumast fjölskylduna, sem lagði
snemma af stað í ferð og kom heim mjög seint.
A mánudagsmorguninn kom Jennifer ekki til að lesa í biblí-
unni með Elízabet. Hún lét sjá sig eftir morgunverð, áhugalaus
og niðurdregin. Þegar hún var spurð, hvort nokkuð væri að,
hristi hún höfuðið.
„Ég ætla að hjóla til Langton og fá bókum skipt í bókasafninu.
Það tekur mig oftast langan tíma, svo að þú skalt vera róleg.“
Hún virtist vera með einhverja launung, nærri því bera sektar-
svip, sem aldrei sást á henni. En Elízabet bjóst við, að hún væri
ekki búin að jafna sig eftir þrætuna á laugardagskvöldið.
Morgunninn leið, og frú Munroe kom og tilkynnti Elízabet, að
hádegisverður væri tilbúinn.
„Er ekki Jennifer komin aftur?“ spurði hún.