Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 157
NORBURLJÓSIÐ
157
veitir. Kristur skapar andlegan kraft; en Kristur er betri en sá
kraftur. Hann er hið bezta, sem Guð á til. Hann er Guð. Við
megum fá þetta hið bezta. Við getum fengið Kr.ist, hafnað okkur
sjálfum og gefið okkur honum svo algerlega, að það verði ekki
lengur við, sem lifum, heldur lifi Kristur í okkur.
Vilt þú taka á móti honum á þennan hátt?
2. Aðferð okkar við heimiiisguðrækni.
Eftir dr. John R. Rice.
Það getur orð.ið einhverjum að gagni, ef ég lýsi hér þeirri að-
ferð, sem við höfum notað heiðia hjá okkur árum saman. Aðrir
geta haft aðrar aðferð.ir, er samsvari betur þörfum þeirra, en ég
er viss um, að mörg ung hjón, og ef til vill eldri fjölskyldur, geta
fundið hér bendingar um, hver sé bezta og hentasta aðferðin til
þess að eiga ánægjulegt o.g blessað samfélag á daglegri guð-
ræknistund.
Þegar við hjónin vorum nýgift, lásum við saman biblíuna og
báðum áður en við fórum að hátta. Þetta var indælt, og ég hýst
við, að ég hafi erft þessa hugmynd frá bernsku minni. Samt fór
það svo, að ýmislegt var á móti því að taka þessa stund til guð-
ræknistundar ....
Eftir nokkrar tilraunir sáum við, að morgunverðartíminn væri
hentugastur .... Og það varð að venju hjá okkur, að guðrækn,i-
stundin var höfð þegar eftir morgunverð.
Biblíurnar eru nú hafðar við höndina jafnmargar og við er-
um. Þegar lokið er máltíð, situr hver í sínu sæti tilbúinn undir
þátttöku. Hver er með sína biblíu. V.ið opnum þær með lotningu.
Eg byrja lesturinn og les tvö vers. Stúlkan mér til vinstri handar
les tvö vers. Þannig er haldið áfram allan hringinn. Þá byrjar
önnur umferð og hin þriðja, ef nauðsynlegt er. Venjulega lesum
við heilan kafla (kapítula) í hvert skipti. Séum við að lesa Sálm-
ana, lesum við oftast tvo eða þrjá, af því að þeir eru styttri.
Okkur reyndist hezt að byrja á nýja testamentinu, guðspjalli
Matteusar. Við lásum því Matteusar guðspjall á enda, einn kafla
á hverjum morgni, tvö vers hvert okkar, og næsta morgun næsta
kafla. Þannig lásum við allt nýja testamentið. Síöan byrjuðum
við á gamla testamentinu .... Við höfum lesið Esekíel sjaldnar
en sumar hinna bókanna. Okkur reyndist 1. Mósebók hrífa börn-
m og auðvelt að skilja hana. Guðspjöllin eru alltaf efnisrík, jafn-