Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 49
norðurljósið
49
henni, að hún hafi illkynjaö æxli, sem við gátum ekki tekið í
þetta skipti.“
Þegar þeir sögðu henni þetta nokkru síðar, lét hún ekki blekkj-
ast eitt andartak. Hún gerði sér ljóst, hvað fylgdi því að vera
tneð æxli, sem ekki var hægt að taka.
Stella átti að fara heim á sunnudegi, níu dögum eftir komu
sína í sjúkrahúsið.
Miðvikudagskvöldið áður, þegar mjög var orðið áliðið, sátu
þau Herbert, dóttir hans og mágkona heima eftir heimsókn í
sjúkrahúsið. Þau sátu þögul, lostin bryggð vegna yfirvofandi
cíauða Stellu, sem ekki virtist umflýjanlegur. Þá sagði systir
Stellu allt í einu: „Við skulum öll rita beiðni um bæn fyrir henni
til Kathrynar Kuhlman.“
Er hún sá svip Herberts, skýrði mágkona hans frá því, sem
hún hafði heyrt um guðsþjónusturnar og útvarpsþættina.
„Lyf geta ekki hjálpað henn.i nú,“ minnti hún Herbert á, „ef
til vill gerir þetta það.“
Herbert fór reglubundið í kirkju. Það gerði kona hans líka.
Hann trúði, að bæn fengi svar, en hvorugt þeirra hafði áður
heyrt um guðlegar lækningar. „Við héldum, að þær hefðu aðeins
gerzt á tímum biblíunnar,“ segir hann. „Við vissum ekki, að þær
halda áfram enn.“
Þegar Herbert var að hlusta á mágkonu sína, er sagði frá
hraftaverkasamkomunum á föstudögum, kallaði hann upp: „Eftir
hverju erum við að bíða? Ef við sendum bænarbeiðni af stað í
hvöld, nær hún þangað í tíma fyrir samkomuna á föstudaginn.“
Þau rituðu þá bænarbeiðni, og klukkan þrjú um nóttina fór
Herbert með hana í póstinn.
»Eg var til í allt,“ segir hann. „Ég vissi, að Guð var hinn eini,
sem við gætum fest von okkar á, eins og nú var komið. Ég trúði
a matt bænarinnar, og væri það satt, að Guð læknaði fólk nú á
dbgum, þá gerði ég ráð fyrir, að eitthvað gœti gerzt, ef allt þetta
Þúaða fólk í Carniege salnum bæði fyrir Stellu.“
Stella vissi það ekki, er hún fór úr sjúkrahúsinu tveimur dög-
uni eftir kraftaverkaguðsþjónustuna, að bænarbeiðni hafði verið
send hennar vegna. Hún heldur nú eigi að síður, vegna þess er
8erðist, að lækn ing hennar hafi byrjað í dagrenningu á sunnu-
('ag í sjúkrahúsinu. Þá fór hún að hafa hægðir með tíu mínútna
cnillibili. Þessu hélt áfram í 36 klukkustundir, og „flutti eitrið
Urt úr líkama mínum,“ segir hún.
Líðan Stellu, er lnin var komin heim, virtist fara í öllu eftir