Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 100
100
NORÐURLJÓSIÐ
„Viltu koma til okkar, drengur,“ sagði hann, og
drengurinn sá örin, brunaörin, örin djúpt inn í hold-
ið, af því að hann hafði klifrað upp brennheita píp-
una til að frelsa hann úr eldinum.
„Varst þú maðurinn?“ spurði hann.
Maðurinn roðnaði mikið. „Já,“ sagði hann, „það
var ég.“
„Viltu þá gera svo vel að vera faðir minn,“ hróp-
aði drengurinn.
Við verðum Guðs börn og komum í fjölskyldu
hans, þegar við tökum á móti Jesú sem frelsara okkar
og Drottni. Hann réttir fram hendur sínar, er hann
býður okkur það, hendurnar, sem eitt sinn voru
reknir naglar gegnum fyrir þig og mig.
Satan hefir margt að bjóða okkur, en það eyðist,
en elska Guðs breytist aldrei. Hún deyr aldrei.
Villt þú segja „JÁ“ við Jesúm?
Þú átt að velja!
(Framhald í næsta árgangi)
--------x--------
ÓHREINI GLUGGINN
Börnum þykir oft gaman að hjálpa fullorðna fólkinu og gera
sum verk, sem það gerir.
Eins og allir vita verða gluggar stundum óhreinir, og þá þarf
að hreinsa þá, svo að þeir verði hreinir aftur.
Eitt sinn var lítill drengur að hreinsa glugga. Hann var að núa
og núa gluggann að utan, en bletturinn fór ekki. Loks ætlaði
hann að fara að gráta. Þá sagði einhver við hann: „Drengur
minn, bletturinn er að innanverðu.“
Sum börn eru stríð.in eða fljót að reiðast. Þau reyna að hætta
þessu, en geta það ekki. Af hverju? Þetta kemur innan að frá.
Drottinn Jesús þarf að fyrirgefa okkur syndir okkar og hreinsa
hjörtu okkar. Þá hverfa blettirnir. Hann gerir þetta, ef við biðj-
um hann um það og treystum honum til að hreinsa okkur.