Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 126
126
NORÐURLJÓSIÐ
„Ég fór með litlu stúlkuna heim til mín. Hún var hjá okkur í
þó nokkur ár og varð sannkristin vegna trúar á Drottin Jesúm
Krist. Bók Guðs sýnir þörf mannsins. og læknislyf Guðs. (Róm.
3. 9.-24.; Jóh. 3. 1.—16.)
„Tom Galáon varð líka kristinn maður, og eftir það olli hann
okkur engra vandræða framar.“ (Lúk. 8. 35.)
Þegar ég fyrir einu ári heimsótti fangelsið aftur, sagði fang-
elsisstjórinn'við mig: „Kain, mundi þér þykja gaman að sjá Tom
Galson, sem ég sagði þér frá síðast?“
Ég játaði því, og fangelsisstjórinn fór með mig í rólega götu,
nam staðar við snoturt heímili og drap á dyr. Glaðleg, ung kona
opnaði dyrnar og heilsaði fangelsisstjóranum á allra hjartanleg-
asta hátt.
Við fórum inn, og síðan kynnti fangelsisstjórinn mig fyrir
Nellie ög föður hennar, sem fengið hafði náðun og lifði nú heið-
arlegu, kristilegu líferni ásamt dóttur sinni, en litla jólagjöfin
hafði brötið harða hjartað hans. „Kristur dó fyrir óguðlega.“
(Róm. 4. 5.; 5. 6.)
Við þessa sögu vill ritstjórinn bæta þeseum orðum:
Ef þú værir Jesús Kristúr og hefðir lagt sjálfan þig í sölurnar
fyrir okkur mennina, dáið til að útvega okkur fyrirgefning syhda
okkar hjá Guði og frlð við hann, mundir þú þá ekki þrá það
heitt, að við tækjum á móti þér sem frelsara okkar? Þú mundir
óska þess af öllu hjarta, að við þægjum fyrirgefninguna og frið-
inn, sem þú gætir veitt okkur. Hvers vegna Véitir þú þá ekki
Drottni Jesú viðtöku seín Drottni þínum og frelsara, þiggur fyrir-
gefning synda þinna hjá honum og frið við Guð? Fanginn hafn-
aði ekki gjöf dóttur sinnar. Hví hafnar þú gjöfinni miklu, Jesú
Kristi, sem Guð býður þér í kærleika sinum? Veit frelsará þín-
um viðtöku, og gefðu það NÚ.
------ —x——•-----<- ■
UMBREYTING
Þegar Jesús kemur inn í ævi þína og umbreytir henni og gérir
hana fagrá, þá mun einhver sjá það, einhver taka eftir því. Því
að þáð er enginn alveg eiris og Jesús, og þegar hann kemur inn í
ævi þína (er þú veitir honum viðtöku), þá er hann þar, ög þú
getur ekki falið hann. Ef þú upphefur hann með líferni þínu,
mun hann draga aðra að sér. Það verður auðvelt að búa með þér.
Allt hið ljóta og vonda mun hverfa úr þér. í þér mun vera rósemi,
hógværð, viðkvæmni og náð — eins og í Jesú*
Gipsy Smith. (Precious Seed.)