Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 8
8
NORÐURLJOSIÐ
þetta? Það er hinn máttugi Kristur, sem getur gert annað eins.
En hann birtist til þess að brjóta niður verk djöfulsins. Ekkert
af því, sem djöfullinn hefir nokkru sinni gert, er of erfitt fyrir
Jesúm Krist að brjóta niður.
Nú spyr ég þig einnar spurningar: „Hver eru ríkjandi öflin í
iíferni þínu? Séu það öfl hins illa og þú fastur í greipum þeirra,
þá er ég hér til að segja þér frá honum, sem birtist fyrir (nálega)
2000 árum til þess að brjóta niður verk djöfulsins. Hann starfar
eins kröftuglega nú á dögum sem til forna. Ef þú vilt snúa þér til
hans, mun hann gera þig frjálsan. Hann mun brjóta niður verk
djöfulsins í þér. Hann mun gefa þér sigur, og dagar ósigra verða
þá liðnir hjá.
Þú segir: „Það eru góðar fréttir. Ég þarfnast einmitt þess
konar kraftar. En það sækir á mig sektar-tilfinning. Ég hefi gert
nógu mikið illt til að glata sál minni.“
GÓDAR FRÉTTIR.
Þetta er rétt. En ég hefi góðar fréttir handa þér. 1. bréf Jó-
hannesar 3. 5. segir: „Þér vitið, að hann hefir birzt til þess að
burttaka syndir.“
Jesús Kristur birtist til þess að burttaka syndir.“ Guð hefir
tæmt orðaforða mannlegs máls til að láta synduga menn vita,
hve algerlega syndir okkar hafa verið teknar á brott vegna per-
sónu og verks Jesú Krists.
Þú segir: „Hugsanir mínar hafa verið óhreinar og saurugar.“
Boðskapurinn hljómar. „Þetta er allt tekið á brott.“ Guð segir.
„Svo langt sem austrið er frá vestrinu hefi ég fjarlægt afbrot
þín frá þér.“
Þú segir: „Ég hefi blótað, formælt og lastmælt.“ Aftur hljómar
orðið. „Það er allt tekið á brott.“ Guð segir: „Ég mun varpa
öllum syndum þínum að baki mér.“
Þú segir: „Eg hefi lifað í hræsni. Ég á skírlífa konu, en ég hefi
haldið framhjá henni.“ Góðu fregnirnar spretta upp af blöðum
Guðs orðs. „Þetta er allt tekið í burt,“ segir hann. „Ég mun varpa
ölluum syndum þínum í djúp hafsins.“
Þú segir: „Ég hefi verið svikari, lygari og þjófur.“ Gleðisvar
Guðs er: „Það er allt tekið á brott. Eg hefi feykt burt misgerðum
þínum eins og þoku.“
Þú segir: „Eg hefi gert eitthvað, sem er verra en allt þetta. Ég
drap mann af ásettu ráði“ Þú hefir gert eitthvað, sem verra er en
það. Þú hefir krossfest son Guðs. Syndir þínar fléttuðu þyrni-