Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 156
156
NORÐURLJÓSIÐ
aðra með einum manni, sem algerlega afhendir sjálfan sig honum
til bústaðar.
Jesúm Krist langar ekki til að vera hjálpari okkar. Hann langar
til að vera líf okkar. Hann langar ekki til, að við störfum fyrir
sig; hann langar til að fá að nota okkur til að framkvæma starf
sitt, að nota okkur eins og við notum blýant, eða öllu heldur: að
nota okkur eins og einhvern fingur sinn.
Þegar svo er komið, að líf okkar ekki aðeins tilheyrir Kristi,
heldur er Kristur líf okkar, þá verður líf okkar sigrandi líf;
Kristur getur ekki brugðizt. Og sigrandi iíf er ávaxtasamt líf,
líf í þjónustu. Það er einungis lítill þáttur lífsins að sigra, og það
er neikvæður þáttur. Við verðum einnig að bera ávöxt í skapgerð
og þjónustu, ef Kristur er líf okkar. Og við hljótum að gera það,
af því að Kristur er líf okkar. „Ekki getur hann afneitað sjálfum
sér.“ Hann „kom ekki til að láta þjóna sér, heldur til þess að
þjóna.“ Þjónusta okkar verður alveg ný, þegar v.ið látum Krist
nota okkur til að þjóna öðrum, framkvæma þjónustu sína með
okkur að verkfærum. Avaxtasemi þessi og þjónusta, stöðug og
varanleg, verður öll vegna trúar á hann. Verk okkar eru ávöxtur
lífs hans í okkur. Þau eru ekki skilyrðið, leyndardómur eða
orsök þessa lífs hans í okkur.
Fyrst af öllu verðum við að hafa veitt Kristi viðtöku sem
frelsara okkar, sem, með því að bera synd okkar og deyja í okkar
stað, frelsar okkur frá sekt og afleiðingum synda okkar. Síðan
eru skilyrðin fyrir því, að veita Kr.isti viðtöku sem fyllingu lífs-
ins, aðeins tvö:
1. Skilyrðislaus og alger undirgefni við Krist sem herra alls,
sem við erum og alls, sem við eigum. Síðan segjum við Guði, að
nú séum við tilbúin, að allur vilji hans verði í öllu okkar lífi, í
sérhverju atriði og hvað sem hann kostar.
2. Trú, að, Guð hafi til fulls leyst okkur undan lögmáli syndar-
innar (Róm. 8. 2.), ekki, að hann muni gera það heldur hafi gert
það. Allt er háð þessu síðara skrefi, þessu hljóðláta verki trúar-
innar. Trúin verður að treysta Guði, þótt bæði skorti tilf.inningar
og sannanir. Orð Guðs er betra, öruggara og vissara en nokkur
sönnun. Við eigum að segja í blindri, kaldri trú, ef þörfin krefur:
„Eg veit, að Drottinn minn Jesús er að uppfylla allar þarfir
mínar nú (jafnvel þörf mína á trú), af því að náð hans næg.ir
mér.“
Minnztu þess, að Kristur sjálfur er betri en nokkur blessun,
sem hann veitir; betri en kraftur, sigur eða þjónusta, sem hann