Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 185
NORÐURLJÓSIÐ
185
á vald Guðs, ef Guð væri til, og bað Jesúm Krist, ef hann væri
sonur Guðs, að opinbera mér sjálfan sig.
„Eftir þessa reynslu breyttist öll ævi mín hægt, en öruggt.
„Það er margt í lífinu, sem ég get ekki skýrt, þjáningar, sárs-
auki, sorgir. Trú á Guð er ekki háð sönnunum, heldur andlegri
skynjun.
„Maðurinn þráir Guð. Það er þáttur í því að vera maður, vera
mannlegur.
„Og leiti maðurinn Guðs nógu vel, mun hann finna hann.“
(Þýtt úr The Peoples Magazine. 1966.)
----------------------------x----------
HVERNIG LÍÐUR ÞÉR?
Þegar við erum spurð: „Hvernig líður þér?“ lítum við þannig
á, að verið sé að grennslast eftir heilsu okkar eða kringumstæð-
um. Sennilega svörum við og segjum: „Agætlega," „sæmilega,“
eða „ekki sem bezt.“
Fyrir tveimur til fjórum tugum ára var stundum spurt á annan
hátt. Velviljað fólk — þótt stundum fyndist það frekjulegt —
hefði vogað að spyrja: „Líður sál þinni vel?“ Þannig er ekki
spurt nú á dögum, því að svo er litið á, að þá sé verið að hnýsast
i einkamál annarra. Það er þó ekki víst, að það væri svo afleitt,
þótt þannig væri spurt enn, að minnsta kosti stöku sinnum. En
hvernig sem þvi er háttað, þá getur spurningin staðizt það, að
hún sé hugleidd. Hún nær talsvert dýpra en „Hvernig líður þér?“
Sálarfræði nútímans hefir leitt í ljós, að ástand heilsu okkar er
samtvinnað hugarástandi okkar, svo að líkamleg mein eiga sér
oft andlegar, en ekki líkamlegar orsakir. Þótt sálarfræðin geti
sagt okkur þetta, þá hvorki gefur hún eða getur gefið lausn á
frumorsök ástands mannkynsins.
Fyrir nálega tvö þúsund árum kenndi Jesús Kristur, að mann-
kynið væri siðferðilega sjúkt, á þann veg, að hugsanalíf þess væri
^iengað synd. Frá þessum frumsjúkdómi, kennir biblían, kemur
líkamlegur sjúkleiki og dauðinn að lokum. Þrátt fyrir miklar
efnislegar framfarir, síðan Jesús var hér, hefir ekkert gerzt, sem
sanni, að sjúkdómsgreining hans væri röng eða hún eigi ekki við
niannkynið nú á dögum. Hann sagði, að hann hefði komið í
heiminn sem guðdómlegur læknir, fyrst og fremst til að greina
synda-sjúkdóm mannkynsins og síðan að tiltaka og gefa eina
lyfið, sem til er, því að um ekkert annað lyf er að ræða. Sjálfs-