Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 123
NORÐURLJÓSIÐ
123
Jólagjöf í fangelsi
Eftir Kain trúboða, nú dáinn.
Fyrir nokkrum árum, þegar ég var að halda samkomur í Mich-
igan borg, var ég beðinn að prédika í ríkisfangelsinu. Eg sat á
ræðupallinum ásamt fangelsisstjóranum og horfði á fangana
ganga inn, 700 að tölu, unga og gamla. Eftir skipun settust þeir
niður. Þarna voru 76 ævifangar vegna glæpa og morða.
Er söngnum lauk, fór ég að prédika, en gat varla talað vegna
gráts. Af ákafa mínum að reyna að hjálpa þessum vesalings,
föilnu mönnum, sleppti ég öllum fangelsisreglum, gekk fram
ganginn á milli sætaraðanna, tók í hönd manna og bað fyrir
þeim. Við endann á röð þeirra manna, sem dæmdir höfðu verið
fyrir morð, sat maður, sem öðrum fremur virtist merktur af
bölvun syndarinnar. Andlit hans var sem stíft af örum og merkj-
um eftir lesti og synd. Hann leit út eins og hann gæti verið djöfull,
íklæddur mannlegu holdi, væri hann reiður. Ég lagði höndina á
öxl hans og bað með honum og fyrir honum.
Þegar guðsþjónustan var úti, sagði fangelsisstjórinn við mig:
„Jæja, Kain, veizt þú, að þú hefir brotið fangelsisreglurnar með
því að fara niður af ræðupallinum?“
„Já,.fangelsisstjóri, en ég get aldrei haldið neinar reglur, þegar
ég er að prédika. Og mig langaði til að komast þétt að þessum
vesalings, örvæntingarfullu mönnum, biðja fyrir þeim og segja
þeim frá kærleika Jesú, frelsarans.1 „Hann kom til að leita að
hinu týnda og frelsa það.“ „Þessi maður (Jesús) tekur að sér
syndara og samneytir þeim.“ (Lúk. 19. 10., 15. 2.)“
„Munið þér,“ sagði fangelsisstjórinn, „eftir manninum, sem
sat við endann á röð ævifanganna, sem þér báðuð með? Viljið
þér heyra sögu hans?“
„Já,“ svaraði ég fúslega.
„Jæja, hún kemur þá hér í stuttu máli: Tom Galson var sendur
hingað fyrir um það bil átta árum, vegna morðglæps. Hann var
án efa einhver forhertasti og spilltasti maður, sem hingað hefir
komið nokkru sinni, og hann olli okkur mikilla vandræða eins og
búast mátti við.
Eitt aðfangadagskvöld jóla fyrir um það bil sex árum var ég
vegna skyldustarfa neyddur til að vera nóttina hér í fangelsinu
í stað þess að vera heima, eins og ég hafði vænzt eftir. Snemma
morguns, meðan enn var dimmt, lagði ég af stað úr fangelsinu