Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 110
110
NORÐURLJÓSIÐ
að vita betur en nokkur maður, hvers vegna hann dó. Þetta, að
eigna Páli fagnaðarboðskap hins upprisna Jesú Krists, er ámóta
firra og að' eigna einhverjum vini Ólafs bókina „Hugsað upp-
hátt“.
„Vitið þér ekki, að líkami yðar er mUsteri heilags Anda í yður,
sem þér hafið frá Guði; vegsamið því Guð í líkama yðár.“ (Bls.
100. ) Þetta'staðhæfir hvorki meira né minna en það, að heilagur
andi Guðs búi innra með hverjum manni," áeg.ir höf. (Bls. 100,
101. )
Þessi örð vorú rituð kristnum Korintumönnum, sem allir
höfðu veríð skírðir heilögum Anda. Það fer því fjarri, að þau
eigi við alla menn. Heilagur Andi er gefinn mönnum því aðeins,
að þeir trúi á Jesúm Krist. (Jóh. 7. 37.—39. Gal. 3. 13., 15.)
Enginn maður hefir heimild til, siðferðislega séð, að taka
orð, sem eru einkaeign lærisveina Krists, og tileinka þau mönn-
um, sem eru það ekki. Rithöfundi mundi þykja sá maður skrýt-
inn, sem tileinkaði sér bækur hans og höfundarrétt gagnstætt
lögum og rétti.
Þetta, sem ég hefi tínt úr „Hugsað upphátt,“ er aðeins sýniá-
horn þess, hvernig heilög ritning er skýrð, og hvers konar með-
ferð kenningar hennar sumar mæta þar. Mér virðist auðsætt, að
Kristur hefir ékki lokið upp hugskoti höf., svo að hann skilji
ritningarnar. (Sbr. Lúk. 24. 44.—47.) Það er sorglegt um Ólaf,
svo kærleiksríkan mann, að hann skuli ekki hafá kostað kapps
um að fara „rétt með orð sannleikans“, biblíuna. (2. Tím. 2. 15.)
og sýna þar með „kærleika til sannleikans.“
Guð hefir margar gjafir að gefa mönnunum. Meðal þeirra er
kærleikurinn til sannleikans. Vilji þeir ekki þiggja þá gjöf, fer
illa fyrir þeim. Þá hreppa þeir megna Villu í staðinn. (2. Þess.
2. 10.12.) Biblían á að lagfæra mennina. (2. Tím. 3. 16.) Mönn-
um er ekki ætlað það hlutverk, að þeir lagfæri það af kenningum
hennar, sem þeim líkar illa.
Sœmundur G. Jóhannesson: '
(Áður birt í „íslendingi“ 23/12 ’65)
——1-----x---------
’ • 1 '•
„Mig langar til að þreyta málsókn við Guð.“ (Job. 13. 3.).
„Guð skal reynast sannorður, þótt sérhver maður reyndist lygari, eins og
ritað er: ,TiI þess að þú megir reynast réttlátur í örðum þínum og vinna,:
þegar menn fara í mál við þig‘.“ (Róm. 3. 4.).