Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 51
51
norðurljósið
andi töflur meir.“ Ég sneri mér v.ið og gekk út með lyfseðilinn
enn í hendinni.“
Það var aldrei tekið út á þennan lyfseðil. Frá þeim degi þurfti
Stella aldrei framar á kvalalyfi að halda. Innan fárra mánaða
Éafði hún fengið þrótt sinn aftur. Og maður hennar sagði: „Síðan
hefir hún getað unn.ið meira en nokkrar tvær konur, sem ég
þekki. Ég gat í fyrstu blátt áfram ekki haldið henni frá vinnu.“
Satt er það, efasemdamaður getur sagt: „Krabbamein er sjúk-
dómur, sem getur virzt batna í bili. Hvernig vitið þið, að því sé
ekki þ annig farið með Stellu? Hvernig v.itið þið án nokkurs vafa,
að það sé enginn krabbi í konunni nú?“ Af þessari ástæðu:
Hinn 1. júní 1955, þremur og hálfu ári eftir, að hún læknaðist
af krabbameinunum, veiktist hún. Læknir hennar sagði, að það
vær,i í gallblöðrunni. Hún hafði engar áhyggjur af því. Hún vissi
'>u, að þeir, sem Guð læknar, halda áfratn að vera heilbrigðir,
°g maður hennar og dóttir trúðu því einnig.
Hún fór í sama sjúkrahúsið til sömu læknanna, sem hún hafði
verið hjá áður.
En útkoman var mjög ólík að þessu sinni, þegar læknarnir
^omu úr skurðarstofunni til að segja Herbert fréttirnar. Hann
gaf þeim nánar gætur, er þeir nálguðust hann, sömu mennirnir
°g hið fyrra sinnið. Hann veitti athygli svip þeirra, og aftur sá
hann, hvers vænta mátti. Að þessu sinni voru þeir ekki niður-
‘útir, en svipur þeirra var sambland af undrun og fögnuð.i.
„Jæja . ..?“ spurði Herbert.
„Ékkert krabbamein,“ svöruðu þeir.
„Hvernig skýrið þið það?“ spurði Herbert og var annt um að
úeyra, hvað þeir mundu segja.
„t*að er einungis hægt að skýra það á einn veg,“ svöruðu þeir.
»Einihver, sem er æðri en v.ið, hefir séð um konu yðar.“
Þar sem krabbameinin höfðu verið, voru aðeins örin eftir.
Eíffaeri, sem höfðu verið skemmd, voru nú alheilbrigð og í bezta
a®tandi. Það sáust engin líkamleg merki þess, að Stella Turner
úefði haft virkan krabba í líkama sínum.
Eins og fyrr létu þeir fara fram rannsóknir á líkamsvefjum á
Sa®a stað og áður til að staðfesta niðurstöður sínar, en auk þess
einnig í Columbus í Ohio. Rannsókn.irnar gáfu neikvæð svör.
Hafði þeim skjátlazt í greiningu sjúkdómsins?
Enginn læknanna hélt því fram, því að fimm læknar höfðu
Unnið að fyrstu aðgerði nn.i og séð með eigin augum, í hvaða
aStandi líkami frú Turner var.