Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 20
20
NORÐURLJÓSIÐ
eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal
slíta þá úr hendi minni.“
Davíð bar alla ábyrgð á því, að enginn sauða hans skyldi
týnast. Hann hræddist hvorki ljón né björn. Hann gerði skyldu
sína gagnvart hjörðinni. Hann gerði skyldu sína gagnvart föður
sínum. Hann elskaði föður sinn, og hann elskaði hjörðina.
Davíð lét hjörð sína hvílast á grænum grundum og leiddi hana
að vötnum, þar sem hún mátti næðis njóta. Náð Guðs í Jesú
Kristi er grænar grundir og vötn þeim, sem beygt hafa sig fyrir
honum við krossinn.
Pétur postuli ritaði: „Vakið, óvinur yðar, djöfullinn, gengur
um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann getur gleypt.“
Aðeins eitt skjól er til, sem skýlt getur hinum trúaða fyrir hon-
um. Það skýli er hirðirinn sjálfur, liann, sem var hlýðinn allt
fram í dauðann á krossinum. Hann situr nú við hægri hönd Guðs.
Hann megnar til fulls að frelsa þá, sem fyrir hann ganga fram
fyrir Guð, þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim. Þannig
frelsar góði hirðirinn sauði sína.
2. Davíð var elskaður aj föður sínum, en lítils metinn af bræðr-
um sínum. Þannig var það líka um Drottin vorn Jesúm. Hann
var elskaður af Guði, því að Faðirinn vitnaði af himni og sagði:
„Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþóknun á; hlýðið á
hann.“ En ættingjar hans og samlandar elskuðu hann ekki. Þeir
„líflétu höfðingja lífsins, sem Guð uppvakti frá dauðum.“ (Post.
3. 15.)
Davíð hafði fyrst lítinn flokk trúrra vina, og þannig voru það
einnig nokkrir menn úr öllum fjöldanum, sem héldu sér að Jesú
Kristi til að heyra orð lífsins, sem framgekk af munni hans.
3. Davíð elslcaði föður sinn á himnum, trúði á hann og treysti
honum. Jesús Kristur elskaði líka föður sinn á himnum og var
honum ávallt trúr og Idýðinn. Davíð var maður hjartagóður og
blíður börnum sínum. Hann minnir þannig á frelsarann, sem
sagði: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð
hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld; því að mitt ok er indælt og
byrði mín létt.“ Davíð hafði lært að hvíla í Guði sínum, og af
allri sálu lofar hann Guð fyrir það, að hann hafði mettað sál
hans með gæðum sínum. Og á einum stað í Sálmum sínum segir
hann: „Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó,
Guð.“
4. Stóratburður gerðist, meðan Davíð var enn kornungur mað-
ur. Það var einvígi hans við risann Golíat, bardagamanninn úr