Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 96
96
NORÐURLJÓSIÐ
ræktaðu yndisleg blóm og ávexti og borðaðu hvað,
sem þú vilt. Þegar ég kem aftur, vil ég fá að sjá, að
þessi garður sé þér til heiðurs.“
„Ó, herra, þetta vil ég gera,“ hrópaði drengur-
inn, og konungurinn steig aftur upp í vagninn og
hvarf á braut.
Villi vann allan daginn í garðinum sínum, meðan
kalt var á morgnana, í hádegis hitanum og fram í
rökkur. Dagarnir urðu að vikum, vikurnar að mán-
uðum, og þegar nokkrir mánuðir liðu, tók hann að
lýjast og þreytast.
Kvöld nokkurt, þegar hann sat mjög þreyttur ná-
lægt litlu dyrunum á veggnum, heyrði hann drepið
á dyr, og rödd nokkur sagði: „Villi, láttu mig koma
inn til að hjálpa þér, ég skal gera erfiðustu verkin
fyrir þig.“
Okunni maðurinn var stór og sterkur, dökkur á
svip óg ljótur. Villi vissi, að hann ætti ekki að hleypa
honum inn, en hann lofaði að gera nákvæmlega það,
sem honum væri sagt, svo að Villi hélt, að allt væri
í lagi. Dag nokkum varð Villa ljóst, sem nú var
orðinn latur og kærulaus, að ókunni maðurinn háfði
eyðilagt mörg yndisleg blóm og ávexti, en ræktað
illgresi, þistla og þyrna í staðinn.
„Hvað er þetta?“ sagði Villi. „Það er gert ráð
fyrir, að þú hjálpir mér til að rækta það, sem fallegt
er, fyrir konunginn. Upprættu þetta illgresi. Þú ert
að vinna fyrir mig.“
„Eg vaf þjónn þinn,“ svaraði hinn svipdökki,
ókunni maður, „en nú ert þú þjónn minn. Farðu úr
jakkanum og höggðu þetta eplatré. Eg þarf að gróð-
ursetja þyrni þar.“
Vesalings Villi varð að erfiða meir en nokkru
sinni áður, unz hann verkjaði í bakið, og augu hans