Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 111
N ORÐ URLJOSIÐ
111
Stórkostlegt, ef satt væri
í „Morgunblað.inu“, sunnudaginn 20. febrúar s.l., ritar sr.
Jón Auðuns, dómprófastur, á þessa leið:
„Þessum sunnudegi, sunnudegi í föstuinngang, fylgja þessi
orð fyrra Pétursbréfs um Krist: „I andanum fór hann einnig og
prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi.“
„Hér er kennt, að lausnarmáttur kærleika Krists nái ekki aðeins
til þeirra, sem á jörðu eru, heldur eirínig til þéirra, sem vansælir
eru í rökkurheimum annarra veralda.“ ....
„Pétursbréfið lætur okkur sjá lengra inn í leyrídardóma Krists
og leiðir hans inn í heima myrkúrs og dauða. Það segir frá sálum
„í varðhaldi,“ sem flúið hafa ljós Guðs og eru í „myrkrinu fyrir
utan.“
„Og þó er um þessar vansælu sálir ekki vonlaust, því að niður
í skuggaheim þeirra stígur Kristur til að vinna lausnarverk sitt
eirínig þar.“
Hvað gefur sr. Jóni Auðuns, dómprófasti, heimild til að leggja
þannig út af þessu versi í fyrra bréfi Péturs?
Ekki biblían, ekki kenningar Drottins vors Jesú Krists, eins
og þær finnast skráðar í guðspjöllunum. Ekki heldur bréf ann-
arra postula né Péturs sjálfs.
Um þessa anda í varðhaldi tekur Pétur þetta fram; „sem
óhlýðnast höfðu fyrrum, þegar langlyndi Guðs beið á döguni
Nóa, þegar örkin Var í smíðum.“ Með þessum orðum greinir
hann þessa anda, hverjir sem þeir voru, frá öllum öðrum öndum,
hvar svo sem þeir kunría að vera staðsettir, frjálsir eða ófrjálsir.
Pétur segir ekkert um það, hvað Kristur sagði við þessa anda.
Það gat því alveg eins verið dómsboðskapur eins og náðarboð-
skapur. Orð hr. dómprófastsins eru ekkert nema helber ágizkun,
rétt eins og við reyndum að gizka á: „hvað mælti Óðínn í eyra
Baldri, áður hann var á bál borinn?“
Auðvitað munu allir óska þess, að endurleysandi kærleikur
Krists gæti náð til allra manna, lifandi sem látinna. En slíkt er
óskhyggja, sem ekki styðst við kenningar heilagrar ritningar.
Hún kennir okkur, að tækifæri okkar er í dag, meðan við lifum:
,-Sj á, nú er mjög hagkvæm tíð, sjá, nú er hjálpræðisdagur.“ „Það
liggur fyrir mönnum eitt sinn að deyja, en eftir það er dómur-
inn.“ S.G.J. '
x-