Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 181
NORÐURLJOSIÐ
181
Elízabet brosti. Hún skildi þetta. „Nei, ekkert af þessu var
rangt. í rauninni var það hrósvert. Það er ekki nema eðlilegt, að
þú viljir veita dóttur þinni allt hið bezta. En þú greindir ekki
mismuninn ó hlutum þessa heims og hinu, sem veitir varanlega
fullnægju. Þú slepptir úr því, sem er sterkasti þáttur í hamingju
hvers heimilis, en það er þekking á Guði og kærleikur til hans.
Þegar hann skipar æðsta sessinn í hjarta þeirra, sem í fjölskyld-
unni eru, þá verða eignir hennar, markmið og lífshættir í réttu
hlutfalli hvað við annað. Þú villtist í því atriði, að þú tókst Guð
ekki með. En þessu getur þú kippt í lag með því að gefa honum
þann sess, sem honum ber, í hjarta þínu og ævi.“
„Filippus hefir gert þetta,“ svaraði Elaine hægt. „Við ræddum
saman um það á leiðinni í sjúkrahúsið.“ Hún þagnaði. „En ég
er svo ókunnug öllu þessu.“
„í raun og veru er þetta mjög einfalt. Þú veizt, hvernig þér
leið, þegar Jennifer var týnd. Þú mundir hafa lagt á þig, hvað
sem var, til þess að hún kæmist óhult heim. A þann hátt átt þú
að líta til Guðs! Eins og allir aðrir ert þú eign hans. Hann er
skapari þinn, en hingað til hefir þú haldið þína leið og verið
honum týnd. Hann lagði það á sig að senda einkason sinn til að
deyja á krossinum, til þess að þú, vegna fórnar hans, gætir fengið
fyrirgefningu og komizt í samfélag við hann. Allt, sem hann
krefst af þér nú, er það, að þú felir honum algerlega fortíð þína
og framtíð þína, veitir honum viðtöku sem eigin frelsara þínum
og gefir sjálfa þig honum á vald og í varðveizlu hans. Þegar þú
svo gengur með honum, mun hann sýna þér, hvernig þú átt að
kippa öllu öðru í lag.“
Þetta skildi Elaine. Þegar Elízabet bauð henni að taka þátt í
kvöldbænum með sér, þá kom hún, þreytt og þunga hlaðin, alveg
eins og hún var að krossi Krists og fékk að reyna — eins og Guð
hefir heitið öllum þeim, sem varpa sér upp á hann — fullkominn
frið og hvíld.
8. kofli. Á breyttu nútimoheimili.
September var kominn. Á sólríkum laugardegi á bekk úti í
Sarði, sat Elízabet. Þar var uppáhalds staðurinn hennar. Sér hún
þá, hvar Filippus er að aka bifreiðinni út úr skúrnum. Andartaki
síðar kom Jennifer. Henni var mikið niðri fyrir. Hún hafði orðið
mJ°g ánægð, þegar foreldrar hennar sögðu henni, að þau mundu
ekki senda hana aftur í heimavistarskólann, heldur láta hana
*tunda nám við gagnfræðaskóla þar í grenndinni. í þessum kring-