Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 149
NORÐURLJÓSII)
149
Molar frá borði meistarans
(Greinir handa lœrisveinum Krists.)
1. Lífið, sem sigrar.
Eftir Charles G. Trumbull.
Eftirfarandi grein er þýðing á litlu riti, sem ég hefi rekið mig á öðru
hvoru undanfarin 30 ár eða svo. Boðskapur hennar hafði mikil og
blessuð áhrif á mig. — Ritstj.
Það er aðeins eitt líf, sem sigrar; og það er líf Jesú Krists.
Sérhver maður getur öðlazt það líf; sérhver maður getur lifað
því lífi.
Eg á ekki við það, að sérhver maður geti orðið líkur Kristi.
Ég á við eitthvað, sem er miklu betra en það. Eg á ekki við, að
sérhver maður geti fengið hjálp Krists; ég á við eitthvað, sem er
betra en það. Ég á ekki við, að maður geti fengið kraft frá Kristi;
ég á við eitthvað, sem er langtum betra en það. Og ég á ekki við,
að maður geti frelsazt frá syndum sínum og varðveitzt frá að
syndga; ég á við eitthvað, sem er jafnvel betra en slíkur sigur.
Til þess að skýra, hvað ég á við, verð ég að segja ykkur frá
nýlegri einkareynslu minni. Ég held ég fari rétt með, þegar ég
segi, að ég hefi reynt flestum öðrum meira af hrösunum, svikum
við Krist og vanheiðrun hans, af óhlýðni við himneskar vitranir,
að ná ekki því, sem ég sá aðra menn höndla, sem ég vissi, að
Kristur vænti af mér. Ekki er mjög langt síðan, að ég hefði orðið
að nema hér staðar og segja það eitt, að ég vonaði, að sá dagur
rynni, að ég yrði leiddur út úr þessu inn í eitthvað betra. Ef ég
hefði verið spurður, hvernig það mundi gerast, hefði ég orðið
að segja, að ég vissi það ekki. En þakkir séu langlyndri þolin-
niæði Krists og óendanlegum kærleika hans og miskunn, að ég
þarf ekki að nema þar staðar, heldur get ég haldið áfram að
segja frá einhverju, sem meira er en vesöl saga af hrösunum mín-
um og vonbrigðum.
Þær voru nógu ákveðnar, þarfirnar, sem ég vissi af hjá mér,
áður en mér hlotnaðist þessi nýja reynsla af Kristi, sem ég ætla
að fara að segja frá.
1. Andlegt líf mitt var stöðugum breytingum háð í vitundar
sambandi mínu við Guð. Stundum var ég uppi á andlegum hæð-
um, stundum var ég niðri í djúpunum. Oflugt, vekjandi trúaðra-