Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 103
NORÐURLJÓSIÐ
103
Krist. Þú vilt biðja fyrir látnum af kærleika. Þannig munu
bænir fyrir framliðnum og sálumessur hafa byrjað. En þetta er
orðinn ískaldur gróðavegur nú á dögum.
Þú ritar einnig: „Allar kenningar Krists í ritningunum yfir-
farnar af manna höndum og túlkaðar af mönnum, sem takmark-
aða dómgreind höfðu sýnt á ýmsum sviðum og það eftir að hafa
starfað með frelsaranum á meðan hann sjálfur var og kenndi
meðal mannanna.“
Frá sjónarmiði manna er mótbára þessi skynsamleg og rétt-
mæt. En við sjáum af guðspjalli Jóhannesar, 14. 25., 26., hvernig
Kristur afstýrði þessar.i hættu, sem vofði yfir kenningum hans.
Hann segir þar við lærisveinana: „Þetta hefi ég talað við yður,
meðan ég enn var með yður, en huggarinn, Andinn heilagi, sem
faðirinn mun senda í mínu nafni, HANN mun kenna yður allt og
minna yður á allt, sem ég hefi sagt yður.“
Koma heilags Anda til lærisveina Krists afstýrði þessari hættu,
að kenningar hans yrðu afbakaðar og rangtúlkaðar af lærisvein-
um hans. Þeir gátu gleymt og gerðu það, en heilagur Andi ekki.
Þegar svo Páll postuli bættist við í postulahópinn, kenndi hinn
upprisni Kristur honum sjálfur það fagnaðarerindi, sem hann
átti að boða. (Gal. 1. 11., 12.) Af þessari ástæðu höfum við
áreiðanlegar heimildir, áreiðanlega bók þar, sem nýja testa-
mentið er.
Þú minnist að lokum á túlkun kenninga Krists, og þér finnst,
að mann.i verði frekar fyrirgefið að túlka þær á mildari veg en
sumstaðar liggja drög til í postulabréfum og guðspjöllum en
^yggja kenningar sínar hörðum dómum og tortímingu vangef-
inna og vanfróðra einstaklinga.“
Postulinn Páll brýndi það fyrir samverkamanni sínum Tímó-
teusi: að fara „rétt með orð sannleikans.“ Þar notar hann, segir
fróður maður, tæknilegt orð úr máli múrara þátímans, sem
táknar, að hvern stein verður að leggja nákvæmlega á réttan
stað. Engu mátti skeika frá réttu. Þannig á að fara með orð Guðs.
Korintumönnum ritaði Páll: „Þannig líti menn á oss sem þjóna
j^Hsts og ráðsmenn yfir leyndardómum Guðs. Hér er þess að
®ðru leyti krafizt af ráðsmönnunum, að sérhver reynist trúr.“ Að
Þessu marki verð ég að stefna: Að birta orð og kenningar heil-
^grar ritningar án breytinga, eins og þær er að finna á blöðum
ennar, þar sem íslenzk þýðing hennar er ógölluð. En sjái ég af
*anianburði við góðar erlendar þýðingar eða við frummál
ennar ónákvæmni, sem valdi merkingamun, reyni ég að finna