Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 25
norðurljósið
25
dögum, sem heldur vildu standa framan við byssuhlaup en mæta
því, að mennirnir hæðist að þeim fyr.ir trúna og líti á þá sem
heimskingja. „Allir, sem vilja lifa guðrækilega í Kristi Jesú,
munu ofsóttir verða.“ Móse var ákveðinn í því hverjum hann
vildi þjóna, hvað sem það kostaði. Við, sem erum Krists, eigum
að vera eins ákveðin og Móse: að standa með fólki Guðs, þótt
það kosti okkur hið sama og hann, sem sé ofsóknir, þjáningar,
vanvirðu og álas mannanna.
Val Móse var gott val. Ef til vill hefir enginn maður, síðan
heimurinn var skapaður, vafið betur en Móse, þegar hann kaus
vanvirðu Krists, en hafnaði fjársjóðum Egyptalands. Hann
hafnaði hinu forgengilega, en kaus það, sem er óforgengilegt.
Hann hafnaði heiminum, en kaus himininn. Af vanvirðu Krists
hrósaði Pál'l postuli sér, er hann ritaði: „En það sé fjarri mér
að hrósa mér nema af krossi Drottins vors Jesú Krists.“ Og af
Vanvirðu Krists eigum við að læra að hrósa okkur í þessum
heimi, meðan við þurfum að bera hana. Að velja hana er gott val.
Hver var ástœðan fyrir vali Móse? Hvað kom honum til að
gera það, sem hann gerði?
Þessi spurning heimtar svar, því að Móse Liafnaði því, sem
mennirnir kalla gott og kaus það, sem mennirnir telja óþægilegt.
Þetta er ekki sú leið, sem hold og blóð kýs.
Svarið er einfalt, og það er þetta: „Fyrir trú hafnaði Móse.“
Það var fyrir trú, vegna trúar sinnar einnar, sem hann gerði
þetta. Hann átti trú. Trúaraugað sér langt framfyrir erfiðleika
lífsins. Guð lauk upp trúaraugum Móse, svo að hann gat séð Krist
ög ríki hans.
Sérhver sannur lærisveinn Krists nú á dögum á að breyta eins
og Móse gerði. Þannig breyta sannir guðsmenn allra alda.
Minna má á þá meiín, sem taldir eru upp í 11. káfla Hebreabréfs-
ins, svo sem Enok og Nóa, Abraham og Jakob, jósef og Gídeon.
Þeir fengu allir þann vitnisburð, að þeir hefðu verið'Guði þókn-
anlegir. Allir sannir, kristnir menn æltu að virða fyrir sér,
hvernig ævi þeirra lauk, útkomuna úr ævi þeirra, og líkja síðan
eftir trú þeirra.
Heilagur Andi kennir okkur hér, að enginn getur þjónað
tveimur herrum. Við verðum því að velja eins og Móse, ef við
viljum vera vottár Krists, taka Guð fram yfir lieiminn. Ég á við
þetta: Við verðum að vera reiðubúin að fara þangað sem Guð
vill að við förum, hvort sem það verður létt eða þungt, ganga á
grasi eða grjóti.