Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 101
NORÐURLJOSIÐ
101
TVeimur bændum svarað
Tveir norðlenzkir bændur hafa ritað mér bréf, annar s.l. sumar,
hinn í vetur. Þau túlka þær hugsanir, sem án vafa bæra á sér í
hugum fleiri manna en þeirra. Þess vegna svara ég þeim hér í Nlj.
Kœri G.
Þú segir um greinina „Bæn fyrir dauðum,“ sem birtist í blað-
inu í fyrra: „Hún er gagnstæð minni trú. Eg tel drottni allt mögu-
Iegt og mannbætandi að hugsa hlýtt og biðja fyrir látnum vinum,
og því skyldi guð ekki eins geta liðsinnt látnum sem lifandi, sem
til hans leita, fyrir annarra eins og sjálfs vors bænastað.“
Frá sjónarhóli mannlegrar vizku er þetta alveg rétt, sem þú
segir. En það sannar ekki, að Guð geti ekki litið á málið öðrum
augum en þú. Eg held hann geri það, og ég hefi þessar ástæður
til þess:
1) Guð hefir hvergi í hiblíunni kunngert það sem vilja sinn,
að fram fari bænir fyrir látnum mönnum. Hann kunngerir þar
rnargt, en ekki þetta, sem vilja sinn.
2) Biblían geymir margar bænir, sem menn hafa beðið í alls
konar kringumstæðum, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Meðal
þeirra allra finnst hvergi nokkur bæn, sem beðin hafi verið fyrir
framliðnum manni.
3) Trúar’höfundur og leiðtogi kristinna manna, Drottinn vor
Jesús Kristur, kenndi ekkert um það, að menn skyldu biðja fyrir
látnum mönnum. Hann sagði sögu af ríkum manni, sem leið mjög
hla eftir andlát sitt. Hví bauð ekki höfundur kærleikans, að læri-
sveinar hans bæðu fyrir þessari vansælu sál, ef það gat komið
kenni að gagni? Hann kenndi ekki bæn fyrir látnum.
4) Bæði Kristur og postularnir kenndu, að yfir oss mönnum
v°fir dómur síðar meir. Sá dómur verður eftir verkum vorum.
^á uppsker maðurinn það, sem hann hefir sáð. Heldur þú, ef
bú sáir niður grasfræi, að Guð breyti því í hafra, ef þú biður
kann um það, eða hann breyti gulrófum í kartöflur sem svar við
bæn? Þér dytti ekki í hug að biðja um slíkt. Eins og þessi breyt-
lng gerist ekki sem svar við bæn, þannig geta örlög manna, sem
^alla undir dóm Guðs, heldur ekki breytzt. Þau eru háð föstu
lúgunum, sem grundvalla réttlætisríki Guðs, alla tilveruna í
he.ild. Gug skapaði allt í öndverðu „eftir sinni tegund“, og engin
fyrir látnum, ranglátum manni breytir honum í réttlátan
|nann né mun nokkru sinni geta það. Allir menn deyja, og eftir
Paðer dómurinn (Hebr. 9. 27.) Þessu lögmáli breyta engar bænir.