Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 66
66
NORÐURLJÓSIÐ
Flestir trúboðar taka með sér söngstjóra, Finney tók með sér
bænamann, Nash að nafni. Meðan Finney prédikaði, bað Nash.
Þessi máttuga bænahetja fór eitthvað út í skóg. Þar fól hann
andlit sitt í höndum sér og með sálarangist hrópaði hann til Guðs
að nota Finney til að snúa glötuðu fólki. Finney sjálfur vissi,
hvað það var að þjást í bæn. William Bramwell var í sandgryfju
matarlaus í sálarangist í þrjátíu og sex stundir vegna sálna
manna. Allir þjónar Guðs hafa um aldaraðir þjáðst í bœn. Þeir,
sem þekkja, hvernig á að fœða sálir með þjáningum, vita um
hvað ég er að tala, því að sálarþjáning er hluti þess gjalds, sem
greiða verður fyrir vakningu.
VITNISBURÐUR UM KRIST.
Þegar við vitnum djarflega um Krist, þá verður vakning. Við
verðum að hverfa aftur að prédikun orðsins. Það er ekki orð
okkar, heldur Orð Guðs, er sannfcerir og snýr fólki. Orð Guðs
er hamar, sem molar hörð h/örtu. Það er sverð, og það sker. Það
er eldur, og hann brennir. Guðs fólk, segi ég, verður að boða
orð Guðs djarflega, eigi vakning að koma.
Við athugun mína á vakningum og trúboð.i hefi ég komizt að
því, að menn, sem Guð hefir notað kröftuglega, hafa ávallt lagt
megináherzlu á fimm efni. Ohjákvœmilegt var, að þessi fimm
efni leiddu af sér sannfœringu. Fyrst: synd og hjálprœði, nœst:
Himinn og helvíti, og seinast: Dómurinn. Þ.ið skiljið, að margar
ræður verður að halda um synd, því að fletta verður ofan af
synd, ef ósvikin sannfæring um synd á að eiga sér stað. Syndin
er sjúkdómurinn, og sjúkdómurinn gerir Ijósa þörfina á lækn-
ingu. Það, sem ég á einkum við hér, er ég tala um synd, er það
fyrst og helzt synd vantrúar og syndin að hafna Kristi. Þá stað-
reynd, að allir menn eru syndarar i augum Guðs, verður að
leggja ríka áherzlu á.
Síðan verður að boða hjálpræðið, læknislyfið, lækninguna á
sjúkdómnum. Þess vegna eru ræður um hjálpræðið nauðsyn-
legar. Samt þarf meira en þetta. Leiða verður sálir manna til að
standa andspænis eilífðinni. Þess vegna er nauðsyn á ræðum um
himinn og helvíti. Eilífðin þarf að verða mönnum raunveruleiki.
Menn verða að gera sér ljóst, að þetta líf er ekki endir alls. Þeir
verða að fara að hugsa um komandi líf. Jafnvel það er þó ekki
nægilegt. Það þurfa að vera ræður um komandi dóm. Maðurinn
verður að vita, að hann verður kallaður til að gera reiknings-
skil, að hann verður að mæta skapara sínum. Þess vegna er að-