Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 87
NORÐURLJOSIÐ
87
Jones, sem söng í söngflokknum og var svo leiðin-
legur. Síðan sagði hann hægt:
„Nei, herra minn, ég held ég bíði, þangað til ég
er orðinn gamall eins og frú Buttergrew, áður en
ég sný mér til Krists. Það er svo margt, sem mig
langar til að skemmta mér við áður. Eg hugsa ég
geri fyrst allt, sem mig langar til að gera. Síðan,
þegar ég verð eldri, gef ég Guði líf mitt.“
Biskupinn brosti.
„Má ekki bjóða þér appelsínu?“ spurði hann.
Jonni varð undrandi á hreytingunni á umtalsefninu
og þáði boðið þegar í stað. „Hverja þeirra vildir
þú fá?“ spurði biskupinn og sneri fatinu með appel-
sínunum hægt í hring.
Jonni benti á stærstu, safaríkustu appelsínuna á
fatinu. „Þessa, þökk fyrir,“ sagði hann. Biskupinn
tók hana af fatinu, setti fatið til hliðar á borð, en
bar stóru appelsínuna með eigin höndum aftur að
stólnum sínum.
Jonni horfði á, rneðan hiskupinn neri appelsínuna
á milli handanna, kreisti hana, þrýsti á hana, unz
hún varð mjúk og safinn laus í henni.
Þá ætluðu augun nærri því út úr höfðinu á Jonna,
þegar hiskupinn stakk gildum þumalfingri inn í
appelsínuna, setti hana að vörum sér og saug, saug,
saug.
„Hérna,“ sagði biskupinn og rétti Jonna flata,
útkreista appelsínu. „Þetta var sú, sem þú vildir fá,
var ekki svo?“
„Ég vil hana ekki.“ Jonna alveg blöskraði. Hann
hafði ekki vitað, að biskupar höguðu sér svona: „Ég
vil fá ósvikna appelsínu með safanum í,“ sagði
hann.“
„Og Guð vill fá ósvikinn dreng með líf í sér,“