Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 30
30
NORÐURLJÓSIÐ
5. Ferðin til fyrirheitna landsins.
Eftir RÍKHARÐ VILHJÁLMS.
Les. 2 Mós. 12. 29.-33.
Móse og Aron höfðu gengið á fund Faraós mörgum sinnum.
Þeir ætluðu að fá hann til að leyfa Israelsmönnum að fara frá
Egyptalandi. En Faraó vildi það ekki. Hann herti fyrst hjarta
sitt, en síðan herti Guð hjarta hans. Loksins, þegar Drottinn fór
um Egyptaland og deyddi alla frumburði Egypta, lét Faraó Israel
fara og sagði líka: „Takið yður upp, farið og biðjið einnig mér
blessunar.“
Drottinn hafði sagt: „Ég vil leiða yður úr ánauð Egyptalands
inn í land Kanaaníta . ... í það land, sem flýtur í mjólk og hun-
angi.“ (2. Mós. 3. 17.) Það var ekki eins og ísrael þyrfti aðeins
að fara úr húsi í næsta hús. Þeir þurftu að fara alla leið til
Kanaanslands.
Það voru tvær leiðir, sem Israel gat farið frá Egyptalandi til
Kanaanslands. Venjulega leiðin var stutt leið frá Norður-Egypta-
landi til Suður-Kanaanslands. Hún hefði tekið fólkið fjóra eða
fimm daga. Hin leiðin var miklu lengri. Hún lá um eyðimörk-
ina. Þá leið lét Drottinn fólk sitt fara. Hver var ástæðan fyrir
þessu ?
Við lesum í 2 Mós. 13. 17.: „Þegar í’araó hafði gefið fólkinu
fararleyfi, leiddi Guð þá ekki á leið til Filistalands, þótt sú leið
væri skemmst; því að Guð sagði: ,Vera má, að fólkið iðrist eftir,
þegar það sér, að ófriðar er von, og snúi svo aftur til Egypta-
Iands‘.“
Þetta var þá ástæðan. Filistar voru hraust þjóð. ísrael gat
fremur viljað snúa aftur til Egyptalands en berjast við Filista,
heldur vera þrælar Faraós en berjast sem frjálsir menn í krafti
Guðs.
Hvernig er ástatt um okkur? Við erum lýður Guðs nú á dög-
um. Högum við okkur svipað og fólk Guðs í þá daga?
í biblíunni er Egyptaland táknmynd heimsins. ísraelsmenn
voru þrælar á Egyptalandi undir valdi Faraós. Við, sem nú erum
endurfædd, vorum áður í heiminum og undir valdi djöfulsins.
Hvort sem við lifðum í heiminum langan tíma eða stuttan, þá
vorum við þar og vorum þjónar djöfulsins og syndarinnar.
Vel má vera, að við höfum reynt um langan tíma að losna
undan valdi heimsins. En ef við reyndum það í eigin krafti, þá er
það víst, að við fengum ekki sigur.