Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 99
NORÐURLJÓSIÐ
99
Daginn eftir sögðu blöðin frá munaðarlausa
drengnum, sem bjargað var úr eldinum, og allmargt
fólk bauðst til að taka hann sér að kjörsyni.
Meðal þessa fólks voru tvær manneskjur, sem sátu
nú við borðið í leátrarstofu skólastjórans. Hann
hafði valið þau úr hóþi þeirra, sém -skrifað höfðu.
Fyrst tók kona til máls. Hún bar fallega loðkápu
og skartgripi. Hún virtist vera auðug, en hörð á svip-
inn.
,,Eg á ekkert barn,“ sagði hmp „og þsétti gaman,
að þú kæmir til að eigá heima hjá mér. Ég á nóg af
t
peningum, en engan til að njóta þeirra. Eg get latið
þig fá yndislegt heimili og bifreið, þegar þú verður
svo gamall, að þú mátt aka, hest, skemmtisiglinga-
skip, ménntaskólagöngu — hvað sem er, ef þú verð-
ur harnið mitt.“
Drengurinn leit á han'a og svo' á manninn. Hann
var að að sjá venjulegur verkamaður og sneri húf-
unni sinni á milli handa sér.
„Nei, drengur minn,“ sagði hann, eins og hann
læsi hugsanir hans. „Ég get ekki geíið þér neitt þessu
líkt. Ég er verkamaður og á stóra fjölskyldu. Við
hjálpumst öll að og erum mjög hamingjusöm. Þú
mundir þurfa að hjálpa til með hinum og vinna þitt
verk. En þú mundir verða einn af okkur, og einu
get ég heitið þér: Við munum elska þig alveg eins
vel og nokkurt af okkar börnum.“
Drengurinn leit aftur. á konuna og síðan á mann-
mn og var að meta þau í huga sér. Hún gat gefið
allt, sem hann bæði um, svo sem hesta, bifreiðir og
landeignir, og lmnn bauð fram ástúð og öryggi fjöl-
skyldunnar, að vera honum faðir í raun og veru.
Þá stóð maðurinn upp, gekk í kringum borðið og
i'étti fram hendurnar,