Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 37
N ORÐURLJÓSIÐ
37
ísrael og heimurinn allur verður þá undir sérstakri persónu-
legri stjórn Krists. Þá verður frjálsræði það, sem heimurinn,
mannkynið, nýtur nú, tekið af honum.
Þegar Kristur kemur aftur, 'byrjar hann á því, að frelsa Jerú-
salem úr höndum þeirra, sem á hana herja.
Þar næst stöðvar hann styrjaldir til endimarka jarðarinnar.
Allur ófriður meðal manna og þjóða verður að hætta. Hann eyðir
öllum vopnum þeirra og akuryrkjuverkfæri verða smíðuð úr
þeim.
Hann mun halda dóm yfir þjóðunum. Englar hans fara út og
skilja vonda menn frá góðum og rangláta menn frá réttlátum.
Hann refsar liinum vondu og launar hinum réttlátu.
Hann lagfærir sólkerfið, svo að sólin ber aftur birtu sína.
Neðanjarðarvatn, sem nú er undir yfirborði Israels, mun hann
láta spretta upp, renna út frá Jerúsalem og falla í Dauðahafið
og gera það heilnæmt.
Frjósemi mikil og gróðursæld verður þá um alla jörð, hvar
sem menn vilja hlýða Kristi. En vilji þjóð ekki hlýða honum,
mun engin regnskúr yfir hana falla.
Langlífi manna eykst, svo að sá er talinn ungur maður, sem
deyr tíræður.
Stjórn Krists verður algerlega réttlát. „Hann mun ekki dæma
eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því,
sem eyru hans heyra. Með réttvísi mun hann dæma,“ segir ritn-
ingin.
Valdi verður beitt til að brjóta niður hverja tilraun til óhlýðni.
Öauðarefsing verður í gildi.
Eignaréttur verður í heiðr.i hafður. Hver maður, sem jörðina
ræktar, mun sjálfur fá að njóta þeirra ávaxta, sem hún færir hon-
um.
Þetta ríki Krists stendur í þúsund ár. Meðan það stendur er
niannkynið á prófi. Þetta er síðasti prófdagur Guðs á mannlegt
eðli.
Prófinu lýkur þannig, að mannkynið fellur á því. Það mun
koma í ljós, þegar Satan, sem bundinn hefir verið í þessi þúsund
ar, verður aftur leystur um stuttan tíma.
Hann mun fara af stað og ala á þeim uppreisnafhug, sem ólgar
undir niðri. Mennirnir munu verða eins fúsir þá, eins og í árdaga
í Eden-garði, að hlusta á rödd hans. Því munu þeir fylgja hon-
Uni °g gera allsherjar uppreisn gegn Kristi, en þeim verður snögg-
^ega tortímt.