Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 60
60
NORÐURLJÓSIÐ
„Ég var enn mjög ófróð um þetta allt. Mér var það allt svo nýtt.“
Snemma í október fór frú Usechek með Eugene aftur í Carnegie
salinn. Þau komu heldur seint og gátu ekki fengiS sæti. Þau
stóSu meS bakiS upp viS vegginn lengst í burtu. Allt í einu gerS-
ist þaS. Fótleggur Eugenes fór aS kippast til. Kraftur GuSs var
aS fara um hann.
Frú Usechek leit í skyndi á son sinn og sá, aS andlit hans ljóm-
aSi. FTún hélt barninu fast aS sér og fór aS gráta. Þá varS henni
skyndilega ljóst, aS þaS, sem þyrfti aS gera nú, væri á milli
hennar og GuSs. Hún yrSi aS hafa trú til aS treysta svo GuSi, aS
hún gerSi eitthvaS, hún sjálf. Hún baS stutta bæn, og áSur en
bænin var á enda, vissi hún, aS henni hafSi veriS gefin trú.
Hún tók í hönd litla drengsins síns og leiddi hann inn í setu-
sal kvenna. Þar baS hún hann aS bíSa andartak og fór aS leita
uppi sætavörS. Hún stanzaSi hinn fyrsta þeirra, sem hún sá, og
baS um skrúfjárn. Honum tókst aS útvega henni þaS fljótlega.
Hún þakkaSi honum fyrir og fór meS þaS í setusalinn.
MeS bæn á vörum skrúfaSi hún umbúSirnar af upphækkaSa
skónum á vinstra fæti litla drengsins. Hún baS hann svo aS taka
af sér báSa skó og ganga yfir um rúmgóSan salinn. Hann gerSi
þaS án erfiSleika og án helti. Hún lét hann þá standa frammi
fyrir sér og sá, hvaS hafSi gerzt: vinstri fótleggurinn hafSi meS
kraftaverki lengst um hálfan annan þumlung og var nákvæm-
lega jafnlangur hinum hægri!
Þau gengu saman heim, og frú Usechek bar umbúSirnar.
Næsta morgun fór hún til læknisins, og hann varS stórskelfdur
aS heyra, hvaS hún hafSi gert. Hann sagS.i henni, aS þaS, aS
taka í burtu umbúSirnar, mundi gera syni hennar óútreiknan-
Jegan skaSa og svipta hann allri von um nokkurn bata í fram-
tíSinni.
Frú Useohek varS mjög hrædd. Næstu vikur átti hún í skelfi-
legri innri baráttu en hún hafSi áSur reynt.
Af trú og í trú hafSi hún tekiS umbúSirnar brott. Hún trúSi
til fulls á mátt GuSs til aS lækna. Hún vissi, aS GuS hafSi snortiS
Eugene. En svo sagSi hún viS sjálfa sig, aS GuS notar læknana
líka. Ef til vill ætti hún aS gefa gaum aS því, sem þeir sögSu
henni.
Hún segir, aS næstu vikurnar á eftir hafi hún sjálfsagt þúsund
sinnum sett umbúSirnar á eSa tekiS þær af. Þegar hún hafSi
talaS viS læknana, setti hún þær á, þegar hún hafSi beSizt inni-
lega fyrir, tók hún þær af.