Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 41
norðurljósið
41
Sú bók er opin alla daga
og indælasta skemmtisaga.
Þetta var þá efnið: Opin bók náttúrunnar, og efnið átti vel
við á útisamkomu. En feimni og óttinn við að mistakast háðu
sitt harða stríð við þá tilfinningu, að gefið loforð ber að halda,
sé þess nokkur kostur. Þetta varð að sálarstríði, sálarkvölum,
sem aldrei létti fyrr en ákvörðun var tekin að tala, og það var
víst varla fyrri en kl. 3 um daginn.
Ég talaði blaðalaust, því að enginn tími var til að skrifa nokk-
uð. Samkomugestir, um 300 talsins, sýndu það lítillæti að hlusta
á, meðan ég ræddi um, hve nauðsynlegt það væri fyrir okkur
að líta upp úr daglega stritinu og skoða bók náttúrunnar. Mig
minnir og, að ég kæmi inn á biblíulestur í því sambandi.
Svo varð kollurinn tómur, og þá hætti ég. Ræðan hafði stað-
ið í 20 mínútur. Ég frétti síðar, að sá galli hefð.i þótt á henni,
að hún hefði verið of stutt. Jæja, þetta er líklega eina skiptið
á ævinni, sem ég hefi hætt að tala, meðan þeir, sem á mig hlýddu
vildu fá að heyra meira!
2. MÆLT FYRIR MINNI.
Þegar skólinn hófst um haustið eftir veru mína í Hraungerði,
var mér sýndur sá ómaklegi heiður, að ég var kjörinn formaður
skólafélagsins. Féll þá á mig sú ábyrgð að stýra að einhverju
leyti árshátíð skólans. Til hennar var boðið skólastjóra og
kennurum. Skyldi mælt fyrir minni skólastjóra. Færðust allir
undan því. En þarna fór sem meðal mörgæsanna við Suður-
skautslöndin. Komi þær að vök á ísnum, nema þær staðar, en
hrinda síðan einni ofan í vökina. Allir vildu bjarga sér. Mér
var hrint út í vökina þann veg, að ég var dæmdur til að mæla
íyrir minni síra Magnúsar.
Nú byrjuðu svipuð vandræði og í Flóanum utn sumarið. Ég
'þun eitthvað hafa ritað það, sem ég vildi segja og sýndi það
Asgeiri, kennara mínum, sem gaf mér góð ráð og bendingar.
Svo hófst hátíðin og samdrykkjan, þótt ekki væri vín á borð-
Uni. Sigfús tónskáld Einarsson sat andspænis mér og lofaði að
gefa mér bendingu, er hentuga stundin kæmi fyrir mig að standa
uPp. Beið ég hennar sem boli höggs, en þó órórri miklu, býst ég
við.
Allt í einu veitti ég þvi athygli, að Sigfús er að glamra eitt-
hvað með teskeiðinni í kaffibollann sinn eða undirskálina og