Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 139
NORÐURLJÓSIÐ
139
Hinir Upplýstu
Á 16. 17. og 18. öld var uppi trúflokkur, fremur fámennur,
sem nefndur var Illuminati, hinir Upplýstu. Flokkur þessi taldi
sig hafa æðri þekking en allir aðrir á öllu því, sem viðveik trúar-
brögðum, helgiathöfnum og helgisiðum. Þeir mynduðu reglu eða
leynifélagsskap í Ingolstadt, sem er skammt frá Munich í Þýzka-
landi. Takmark þessa félagsskapar átti að vera að hreinsa trúar-
brögðin af allri hjátrú og einræði.
En félagsskapur þessi færðist meira í fang, eins og sjá má af
grein, sem hér fer á eftir. Hún er þýdd úr „The Harvester“, Eng-
landi, marz 1966.
„Hinir upplýstu (Illuminati) á 18. öldinni störfuðu í deildum
eða sellum með það takmark fyrir augum, að ná að lokum heims-
yfirráðum. M. C. Fagan staðhæfir, „að í kringum 1770 var yfir-
herra þeirra Adan Weishaupt, sem var háskólakennari í kirkju-
rétti við háskólann í Ingolstadt. Annar var lærimeistarinn (rabbí)
Mordekai, .... afi mannsins, sem breytti nafni sínu úr Mordekai
í Karl Marx.“ Og hann bendir á, að rit Karls Marx séu í eðli sínu
kenningar hinna Upplýstu. Dr. W. F. Beirnes ritar, að „annar
áberandi leiðtogi meðal hinna Uppplýstu var maður að nafni
Mayer Anshelm. Hann var vínsali, en á laun átti hann eiginn
banka og lánaði peninga. Rauður skjöldur var einkennismerki
kaupsýslu hans, og í kringum 1780 breytti hann nafni sínu í
Rauðskjöldur, sem brátt varð alþekkt sem Rotschild. Hann átti
fimm sonu. Hinn elzti þeirra setti upp bækistöðvar sínar í Lund-
únum og varð æðsti yfirherra hinna Upplýstu. Ekki leið á löngu,
áður en þeir Rauðskildirnir höfðu allt hagkerfi Evrópu í hendi
sér. Þeir lánuðu fé til að heyja styrjaldir og höfðu í hendi sér
stjórnmál Evrópu.“ Sami maður bendir á, að Rauðskjaldaættin
(Rotschilds) hefír nú á dögum sterk áhrif á bankakerfi heimsins
og kauphalla-viðskipti. Hann staðhæfir, að markmið hinna Upp-
lýstu sé enn hið sama: Heimsyfirráð, og í ritum sínum vænti þeir
að heimsstjórnarinn, „Ljósið Mikla“, verði búinn að ná valdi
yfir öllum heiminum á árunum 1970—-1975. Vér getum ekki
ábyrgzt nákvæmri sumra staðhæfinga hér að framan; en séu
þær réttar, þá eru þær alveg afskaplega athyglisverðar.“
Nú er enduð greinin í „The Harvester“. Ymislegt er í henni,
sem ritstj. Nlj. veit af öðrum heimildum, að er rétt. En athyglis-
verðast er það, að koma þessa „Mikla Ljóss“, sem hinir Upplýstu