Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 58
58
NORÐURLJÓSIÐ
farið í borgina til að nota sér útsölurnar eftir jólin. Hún skildi
Eugene og yngri bræður hans eftir í umsjá sextán ára gamals
drengs, sem oft hafði verið hjá þeim áður, þegar hún þurfti að
bregða sér frá í nokkrar stundir.
Þegar hún kom heim síðla dags, fögnuðu drengirnir henni vel
og voru í bezta skapi; einkum ræddu þeir mikið um leik, sem
Eugene hafði farið í við piltinn. Þeir fóru í eins konar reiptog,
þannig, að þeir festu saman fótleggina með ól og toguðu síðan
til að vita, hvor togað gæti fastar.
Hvort þetta var að einhverju leyti orsök þess, sem gerðist,
getur enginn vitað, en tveimur dögum síðar fór Eugene að verða
haltur.
Frú Usechek spurði hann, hvort 'hann kenndi til. Þegar hann
neitaði því, hafði hún ekki frekari áhyggjur af því. Þeir, sem
þekkja til lítilla drengja og leikja þeirra, vita, að þeir taka stund-
um þátt í hörðum leikjum, svo að móðir Eugenes hélt, að sonur
hennar hefði marið sig í fótinn.
En hann hélt áfram að haltra, og eftir nokkrar vikur fór hún
að verða áhyggjufull, því að honum virtist versna. Hún fór þá
með hann, þrátt fyrir mótmæli hans („Finn ekki til, mamma.“)
lil heimilislæknisins. Hann komst skjótt að sömu niðurstöðu og
frú Useöhek, að þetta væri án efa aðeins mar.
Eigi að síður kvartaði Eugene um það hálfuvn mánuði síðar,
er hann kom heim úr skólanum, að honum væri .illt í hælnum.
Móðir hans rannsakaði fótinn vandlega, en fann engin merki
um meiðsli.
Næstu dagana kvartaði Eugene meir og meir um verkinn í
hælnum. Móðir hans veitti því athygli, að hann lét hælinn aldrei
snerta jörðina.
Hún fór þá með hann til heimilislæknisins, sem fyrirskipaði
myndatöku. Tveimur dögum seinna tilkynnti hann með áhyggju-
íómi úrskurðinn: Eugene hafði fengið Perthes-sjúkdóminn. Lækn
irinn skýrði hann þannig, að breytingar ættu sér stað í beininu
í leggjarhöfðinu í mjaðmarliðnum, sem aflaga það. Hann hvatti
hana til að hafa þegar samband við frægan beinalækni í Barna-
sjúkrahúsinu.
Sérfræðingurinn rannsakaði drenginn vandlega og ráðfærði
sig síðan við annan beina-sérfræðing. Þeir báru sig saman í
nokkrar mínútur og sögðu síðan frú Usechek, að sonur hennar
yrði að koma án tafar í sjúkrahúsið. Þeir bentu henni á eitthvað,
sem hún hafði aldrei tekið eftir, að vinstri fótur drengsins var