Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 29
NORÐURLJÓSIÐ
29
kirkjugarða. Þar skiljast vinir aldrei að, eins og ef-til vill margir
hér hafa fengið að reyna.
Það er fallið úr tízku að tala um himin og helvíti á þann hátt,
sem Jesús gerði það, þegar hann gekk hér um á jörðu. Trúum
við því í sannleika, að himinninn verði heimkynni okkar? Trúum
við því, að það, sem auga hefir ekki séð né eyra heyrt, verði
hlutdeild okkar í framtíðinni, og það eingöngu af náð?
Hvernig getum við komizt í himininn?
Hvernig getum við náð til Guðs og andlega heimsins yfirleitt.
„Sá getur allt, sem trúna hefir,“ segir í ritningunni. Og hún segir
lika, að án trúar sé ómögulegt að þóknast Guði. Það verða ekki
geimfarar né þeir, sem beztar hafa stjarnsjárnar, sem fyrstir ná
til himins og sjá Guð. „Sælir eru hjartahrein,ir,“ sagði Jesús,
„því að þeir munu Guð sjá.“
Þetta er þá leyndardómurinn. Þetta þarf að hafa: Trú, sem
sigrar heiminn, og hjarta, sem er hreint og rétt frammi fyrir
Guði.
Við verðum að gera okkur Ijóst, að það er ekki hugsun manns-
ins, rökv.it hans eða heimspeki, sém getur náð sambandi við Guð,
heldur andi mannsins, því að Guð er andi. Heimspekingar allra
alda hafa reynt að ná til Guðs með hyggjuviti sínu. Sú leið hefir
reynzt ófær. Af hverju? Af því að maðurinn er dauður í syndum
og yfirtroðslum.
Nikódemus skildi ekki, að hann væri andlega dauður. Hann
var fullþroska maður, vel menntaður, í hárri stöðu, og líferni
hans vafalaust í allri siðprýði. Samt var andi hans dauður. Þess
vegna segir Drottinn við hann: „Sannlega, sannlega segi ég þér:
Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann endurfæðist.“
Af þessu getum v,ið skilið, að maðurinn verður að fæðast að
ofan, fæðast af heilögum Anda, annars getur hann ekki séð Guðs
i'íki. An nýrrar fæðingar nær hann ekki sambandi við himininn,
nær ekki sambandi við Guð, af því að Guð er andi, og þeir, sem
tilbiðja hann, eiga að tilbiðja hann í Anda og sannleika. 1
Viðbót ritstj. Nlj.
Hvernig fer þessi endurfæðing fram? getur einhver spurt.
Biblían lýsir því með fleiru en einu móti. En kjarni málsins er
alltaf hinn sami, sá: að veita Jesú Kristi viðtöku sem Drottni
sínum og frelsara, bjóða honum inngöngu í hjarta sitt og bústað
þar ásamt algerum yfirráðum. Himnaríki byrjar í hverju því
hjarta, sem Drottinn Jesús gerir að bústað sínum ög ríkir yfir.
Býr Kristur í hjarta þinu? Ríkir hann þar?