Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 155
NORÐURLJÓSIÐ
155
fullnægjandi en áður? Hefði það ekkert verið annað, þá mundi
ég hafa lítið til að segja frá. Líf mitt varð gerbreytt til innstu
róta, alger bylting innra sem ytra. Þið vitið: „Ef einbver er
í Kristi, er hann ný sköpun.“
Látið ykkur ekki detta í hug, að á bak við orð mín leynist ein-
hver miskilin, jafnvægislaus kenning svo sem það, að maður,
sem veitir Kristi viðtöku sem fyllingu lífs síns, geti aldrei syndgað
aftur. „Lífið, sem er í Kristi,“ lætur oss halda frjálsum vilja.
Með þeim frjálsa vilja getum vér staðið gegn Kristi. Slíkar mót-
stöðusyndir hafa átt sér stað hjá mér, síðan ég öðlaðist þessa
reynslu. En ég hefi lært, að viðreisn eftir hrösun getur gerzt á
andartaki, orðið alger og yfirnáttúrlega blessuð. Eg hefi lært
það, með því að treysta Kristi og gefast á vald hans, þá þarf ekki
að vera barátta gegn synd, heldur fullkomið frelsi frá valdi synd-
arinnar og jafnvel frá löngun til að syndga. Ég hefi lært, að þetta
frelsi, sem gefur mér meira en sigur, varir órofið við, meðan ég
geri mér ljóst, að Kristur er hreinsandi, ríkjandi líf mitt.
Þessum þrefalda skorti, sem ég lýsti í byrjun, hefir verið með
kraftaverki fullkomlega bætt úr.
1. Það hefir átt sér stað samfélag við Guð, sem er algerlega
ólíkt og óendanlega betra en nokkuð það, sem ég hafði áður
kynnzt á ævi minni.
2. Ég hefi öðlazt nýja tegund af sigri, sigur vegna frelsis, yfir
vissum, viðloðndi syndum, sem áður kyrktu mig og brutu mig
niður. Kristur leysti mig frá þeim, er ég treysti honum til að
leysa mig, gera mig frjálsan.
3. Andlegir ávextir af þjónustu minn,i hafa veitt mér þá hlut-
deild í gleði himinsins, sem ég vissi ekki, að væri til hér á jörð.
Sex af nánustu vinum mínum, flestir þeirra þroskaðir, kristnir
menn, fengu skjótt að reyna, að Kristur gerbreytti lífi þeirra, er
þeir gripu í hann á þennan nýja hátt og tóku á móti honum, til
þess að hann fyllti þá allri Guðs fyllingu. Tveir þeirra voru
mæðgini, sonurinn var ungur kaupsýslumaður. Einn þeirra var
aðalforstjóri eins af stóru kaupsýslufyrirtækjunum í Philadelpia.
Þótt hann hefði verið starfssamur og helgaður kristinn maður
árum saman, þá fór hann að láta Krist nota sig til nýrra fram-
kvæmda meðal félaga sinna og sölumanna alls staðar um landið.
Hvíthærður maður, kominn yfir sjötugt, fann frið í lífinu og
gleði í bæninni, sem hann fyrir löngu hafði talið ógerlegt að
öðlast. Lífið er blátt áfram fullt af kraftaverka sönnunum, er
sýna, hvað Kristur er fús til að gera og megnar að gera fyrir