Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 187
NORÐURLJÓSIÐ
187
kaus sér tollheimtumanninn Leví að lærisveini og gisti hjá Zakk-
eusi, yfirtollheimtumanni í Jeríkó.
Hann fyrirleit ekki konuna, sem allir vissu, að var bersyndug,
þegar hún kom og þvoði fætur hans með tárum sínum og þerraði
þá með höfuðhári sínu.
Það var því engin furða, þótt allir tollheimtumenn og synd-
arar nálguðust hann til að hlýða á hann, eins og Lúkas segir frá
í guðspjalli sínu, 15. kap. Þeir fundu, að orð hans gerðu hjörtum
þeirra gott, þeim leið betur, meðan þeir hlýddu á hann. Ur hópi
þeirra var fólk, sem fékk að heyra þau orð, sem enginn Farísei
eða fræðimaður fékk að heyra: „Trú þín hefir frelsað þig, far
þú í friði.“
Smyrslin í Gíleað voru orðlögð á sinni tíð, þau voru svo græð-
andi. En þau gátu aðeins grætt líkamann. Orð Drottins Jesú
græddu særða sál, þau mýktu og græddu gamlar undir, þau
hreinsuðu ný mein eða forn.
Hann sagði þá, og hann segir enn í dag: „Komið til mín allir
þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður
hvíld.“ (Matt. 11. 28.).
Erfiðar þú? Ertu þunga hlaðinn? Mæða þig vonbrigði, sorgir,
þrautir, þjáningar? Veizt þú ekki, hvert þú átt að fara til að fá
líkn og hvíld?
Kom þú til Jesú. Hann hefir boðið þér til sín, boðið þér að
koma. Hann skilur þig, vandamál þín, vonbrigði, erfiðleika og
sorgir. Hjá honum getur þú fundið sálu þinni hvíld.
Stríðir þú við freistingar? Hafa þær sigrað þig? Er einhver
ofnautn búin að leggja á þig fjötur? Hefir þú beðið ósigur fyrir
ástríðu, ósigur, sem veldur því, að þú fyrirlítur sjálfan þig?
Hvílir á þér fyrirlitning manna, af því að á ógæfustund beiðst
þú ósigur, hrasaðir, féllst?
Þessum þunga getur Drottinn Jesús létt af þér. Hann getur það,
og það sem er enn dásamlegra: Hann vill það. Hann vill standa
þín megin, rétta þér höndina, taka í hönd þér, lyfta þér upp. Þetta
er hann að gera á hverjum degi víðs vegar út um heiminn.
Það er satt, fullkomlega satt. Drottinn Jesús Kristur er að
reisa fallna menn á fætur, gerbreyta þeim. Hann gerir á þeim
stórkostleg kraftaverk. Hann gerir þá að nýjum mönnum og
konum. Drykkjumaðurinn hættir að drekka, ósannindamaður að
skrökva, þjófurinn hættir að stela, lausláta koanan verður hrein-
Uf og lögbrjótar verða löghlýðnir menn.
Hverjir leita á fund Jesú? Hverjir leita á fund læknisins? Eru